Fréttir

Samæfing SamVest

15.11.2016

Samæfing á vegum SamVest  

 

Eins og fram hefur komið í fréttum á FB-síðu SamVest, þá stefnum við að samæfingu haustsins í Kaplakrika – föstudaginn 18. nóvember 2016 kl. 17.00 – 20.00.

 

Æfingin er fyrir 10 ára og eldri á starfssvæði SamVest.

Mætið með æfingaföt og innanhússíþróttaskó, gaddaskó þau sem eiga.


Þjálfarar FH sjá um þjálfunina, mögulega þjálfarar frá okkar félögum líka.  
Nesti á æfingunni í boði SamVest.

Eftir æfingu förum við saman og fáum okkur kvöldsnarl.

Æfingin er þátttakendum að kostnaðarlausu, en hver og einn borgar fyrir sig í kvöldmatinn.

 

Hér má skrá þátttöku á sérstakt eyðublað – smellið hér. Endilega skráið sem allra fyrst – mætum sem flest og gerum þetta að góðri æfingu!!

 

Athugið að laugardaginn 19. nóvember fara fram Silfurleikar ÍR – sjá upplýsingar hér.
Á Silfurleikunum er í boði fjölþraut fyrir 9 ára og yngri, fjórþraut (60 m, 600 m, langstökk og kúluvarp) fyrir 10-11 ára og svo 6-7 keppnisgreinar að eigin vali fyrir 12 ára og uppí 17 ára.
Hvert félag sér um skráningu sinna iðkenda, en hér er hlekkur á mótið í mótaforriti FRÍ. 

 

Með kveðju,
SamVest, framkvæmdaráð

 

 

Lesa meira

Sýnum karakter, ráðstefna og ný heimasíða

29.09.2016

Sterkari karakter nær lengra innan og utan vallar

„Árangur í íþróttum snýst ekki aðeins um líkamlega getu. Hann snýst líka um það að leikmenn þurfa að hafa gott hugarfar og vera góðir liðsmenn. Með markvissri þjálfun karaktera í börnum og ungmennum þá styrkjum við þau fyrir lífið, þátttöku í samfélaginu og aukum líka möguleika þeirra inni á íþróttavellinum,“ segir Viðar Halldórsson, lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands.

Hann hefur um nokkurra ára skeið þróað leiðarvísi fyrir þjálfara til að hlúa að og efla andlega og félagslega þætti hjá börnum og ungmennum.

 

Hægt að styrkja leiðtogafærni barna

Viðar segir mikla áherslu hafa verið lagða í þjálfun á líkamlegri færni og tækni og jafnvel sé búið að festa það í námskrám íþróttafélaga hvað eigi að læra og á hvaða ári. Þjálfun í hugarfari og félagsfærni sé hins vegar mjög tilviljanakennd.

„Það er vel hægt að þjálfa og styrkja leiðtogafærni eins og stökkkraft. Ef við gerum það með markvissum hætti þá náum við meiri árangri. Með þessu er íþróttahreyfingin bæði að sinna uppeldisþáttum starfsins og afreksþáttum starfsins,“ segir Viðar.

 

Ráðstefnan Sýnum karakter

Viðar Halldórsson er ásamt Hafrúnu Kristjánsdóttur, íþróttasálfræðingi og lektor við Háskólann í Reykjavík, höfundur að verkefninu Sýnum karakter. Ráðstefna með sama heiti verður haldin í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 1. október næstkomandi. Ráðstefnan hefst klukkan 10:00 og stendur til klukkan 12:30.

Á ráðstefnunni munu íþróttafólk og þjálfarar halda erindi um ýmsar hliðar þjálfunar og ræða málin í pallborði. Ráðstefnugestir geta tekið þátt í umræðunum.

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) vinna saman að verkefninu Sýnum karakter.

 

Þátttakendur á ráðstefnunni eru:

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu
Margrét Lára Viðarsdóttir, íþróttafræðingur, B.S. í sálfræði og landsliðskona í knattspyrnu
Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræðum við HÍ
Íris Mist Magnúsdóttir, íþróttafræðingur og landsliðsþjálfari í hópfimleikum
Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, íþróttasálfræðingur og og lektor á íþróttasviði við HR
Dr. Viðar Halldórsson, lektor í félagsfræði við HÍ

Vefsíðan www.synumkarakter.is verður opnuð á ráðstefnunni en þar verða greinar og viðtöl við þjálfara og afreksíþróttafólk þar sem helsta umfjöllunarefni er efling andlegra og félagslegra þátta í gegnum þjálfun. Þjálfarar og íþróttafélög geta nýtt sér efnið á vefsíðunni.

 

Hlekkur á skráningarsíðu ráðstefnunnar Sýnum karakter: http://www.isi.is/default.aspx?pageid=1f624681-7b3b-11e6-940f-005056bc530c

Hér er Facebook-viðburðurinn: https://www.facebook.com/events/930560893754018/

Hvað: Sýnum karakter – Ráðstefna / samstarfsverkefni ÍSÍ og UMFÍ

Hvar: Háskólinn í Reykjavík

Hvenær: Laugardaginn 1. október á milli 10:00-12:30

 

 

Lesa meira

Takk fyrir okkur!

04.08.2016

Um verslunarmannahelgina fór fram Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi og voru það UMSB og aðildarfélög þess ásamt Borgarbyggð sem voru mótshaldarar. Talsverður undirbúningur er á bakvið viðburð af þessari stærðargráðu þar sem tæplega 1500 keppendur mæta til leiks og 10-15 þúsund gestir heimsækja Borgarbyggð á einni helgi. Frá byrjun árs 2016 hefur verið starfandi Unglingalandsmótsnefnd sem skipuð er fulltrúum úr stjórn UMSB, stjórn UMFÍ ásamt starfsmörnnum og íbúum Borgarbyggðar. Hlutverk nefndarinnar er að undirbúa og skipuleggja viðburðinn og sjá til þess að keppnisgreinar, afþreying og allur aðbúnaður sé eins og best verður á kosið. Einnig hafa starfsmenn áhaldahúss Borgarbyggðar og nemendur vinnuskólans unnið frábært starf í sumar við að koma bænum í „sparifötin“ og getum við öll verið stolt af bænum okkar sem heillaði gesti alla helgina.

Mótið hófst á fimmtudegi með keppni í golfi og körfubolta, þegar leið á helgina bættust fleiri greinar við en alls var keppt í 14 greinum frá fimmtudegi til sunnudags. Tókst mótahaldið mjög vel og voru margir að bæta árangur sinn verulega. Sett voru tvö íslandsmet í frjálsum, í hástökki stúlkna 13 ára og í boðhlaupi stúlkna 16-17 ára. Fjöldi landsmótsmeta voru sleginn og ungur kylfingur náði draumahögginu og fór holu í höggi á 14.braut á Hamarsvelli.

Fjölbreytt afþreying var fyrir alla aldurshópa frá fimmtudegi fram á sunnudagskvöld og má þar m.a. nefna kvöldvökur öll kvöldin þar sem fram komu nokkrir af vinsælustu tónlistarmönnum Íslands í dag, en þar má t.d. nefna; Friðrik Dór, Úlfur Úlfur, Dikta, Amabadama o.fl.. Hoppukastalar voru bæði á tjaldstæðinu og í Skallagrímsgarði, boðið var uppá kennslu í „street“ fótbolta, fótboltakeppni var fyrir yngstu gestina, kvikmyndasýningar, andlitsmálning o.fl.. En það var almennt mikil ánægja gesta með fjölbreytt úrval afþreyingar fyrir alla aldurshópa og fengum við mikið hrós fyrir.

Umgengni gesta var til fyrirmyndar og þó veðrið hafi verið gott frá fyrsta degi mótsins þá batnaði það með hverjum deginum sem leið og á sunnudeginum var komið glampandi sólskin, logn og bros á hverju andliti.

Mótið tókst einfaldlega frábærlega og er það ekki síst að þakka þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem stóðu vaktina með sóma, íbúum Borgarbyggðar sem tóku á móti gestum með bros á vör og öllum þeim keppendum og gestum sem tóku þátt í mótinu og þeirri afþreyingu sem var í boði.

Takk fyrir hjálpina íbúar Borgarbyggðar og sjálfboðaliðar, og takk fyrir komuna góðir gestir og keppendur!

Sjáumst á næsta Unglingalandsmóti í Fljótsdalshéraði 2017!

 

F.h. Stjórnar UMSB

Pálmi Blængsson, framkvæmdastjóri.

Lesa meira

Mótaskrá og hagnýtar upplýsingar vegna Unglingalandsmóts

27.07.2016

Smelltu hér til að sjá tímasetningar, kort og fleiri hagnýtar upplýsingar varðandi Unglingalandsmótið 2016

Lesa meira

Búningamátun í UMSB húsinu

30.06.2016

Þriðjudaginn 5.júlí á milli kl.18 og 20 verður Jóhann frá Jako með mátun á UMSB göllum á skrifstofu UMSB við Skallagrímsgötu 7a í Borgarnesi.

Hægt verður að koma og máta og panta galla, jakka eða peysur sem verða svo merktir og tilbúnir til afhendingar fyrir unglingalandsmótið.

Við minnum á að UMSB gallarnir nýtast sem félagsgallar ykkar félags, hvort sem það er Skallagrímur, Reykdælir eða annað því merki UMSB er sett á öxlina en merki ykkar félags á brjóstið svo þetta hentar bæði sem félagsgalli og er svo klár á Unglingalandsmótið sem verður í Borgarnesi um verslunarmannahelgina.

Lesa meira

Golfæfingar fyrir börn og unglinga

06.06.2016

Golfæfingar eru hafnar hjá Golfklúbbi Borgarness fyrir börn og unglinga.

Æfingar eru á mánudögum og fimmtudögum í sumar.
fyrir yngri krakka sem eru fædd 2004 og siðar eru æfingar kl 17.00 - 17.50
fyrir eldri krakka sem eru fædd 1998 - 2003 eru æfingar kl 18.00 - 18.50

Kylfur á staðnum fyrir þau sem ekki eiga golfkylfur.
Kennari er Kristvin Bjarnason menntaður PGA golfkennari.

Ef einhverjar spurningar eru þá hringið eða hafið samband við Ebbu s. 8602667 eða finnuring@simnet.is

Allir velkomnir að prófa, strákar og stelpur. 

Lesa meira

Skráning í sumarfjör

17.05.2016

Búið er að opna fyrir skráningu í sumarfjörið 2016 en það er vistun og leikjanámskeið fyrir börn í 1.-7.bekk grunnskóla.

Nánari upplýsingar og eyðublöð eru á heimasíðu UMSB undir tómstundir/sumarfjör eða smella HÉR og er skráning núna opin fyrir börn í 1.-4.bekk og í lok maí mun  svo verða auglýst og opnað fyrir skráningu á námskeið fyrir börn í 5.-7.bekk.

Lesa meira

Búningamátun í íþróttahúsinu í Borgarnesi

02.05.2016

Á miðvikudaginn 4.maí milli kl.18 og 20 verður Jóhann frá Jako í íþróttahúsinu í Borgarnesi þar sem verður í boði að máta og panta UMSB galla, auk þess sem hægt verður að máta og panta knattspyrnubúninga Skallagríms (keppnisbúninga).

Við stefnum á að gera þetta 2-3 sinnum í sumar svo allir geti verið vel merktir og flottir á unglingalandsmótinu í Borgarnesi um verslunarmannahelgina.

Ég minni á að UMSB gallarnir nýtast sem félagsgallar ykkar félags, því merki UMSB er sett á öxlina en merki ykkar félags á brjóstið svo þetta hentar bæði sem félagsgalli og er svo klár á UMSB viðburði þar sem allir verða eins.

Lesa meira

Úthlutun úr afreksmannasjóði UMSB

14.03.2016

Á nýafstöðnu sambandsþingi var tilkynnt um úthlutun úr afreksmannasjóði UMSB fyrir afrek á árinu 2015. Að þessu sinni voru það 6 íþróttamenn sem fengu úthlutað úr sjóðnum en það voru þau; Arnar Smári Bjarnason frjálsíþrótta og körfuknattleiksmaður fékk 60.000,-kr, Birgitta Björnsdóttir dansari fékk 60.000,-kr, Bjarki Pétursson golfari fékk 160.000,-kr., Daði Freyr Guðjónsson dansari fékk 110.000,-kr., Helgi Guðjónsson frjálsíþrótta og knattspyrnumaður fékk 60.000,-kr. og Þorgeir Þorsteinsson körfuknattleiksmaður fékk 60.000,-kr.

 

Lesa meira

Breytingar eftir sambandsþing

14.03.2016

Laugardaginn 12.mars sl. fór fram sambandsþing UMSB í félagsheimilinu Fannahlíð í Hvalfjarðarsveit þar sem Ungmenna og íþróttafélag Hvalfjarðarsveitar voru gestgjafar og stóðu þau vaktina með mikilli prýði. Þingið var vel sótt og gekk vel undir öflugri stjórn þingforsetanna Pálma Ingólfssonar og Kristjáns Gíslasonar. Góðir gestir sóttu þingið, Ingi Þór Ágústsson stjórnarmaður ÍSÍ flutti kveðju frá sínu fólki og Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ sömuleiðis, auk þess sem hún sæmdi  Pálma Ingólfsson starfsmerki UMFÍ fyrir störf sín fyrir ungmennafélagshreyfinguna í gegnum árin. Þingið var nokkuð starfssamt og voru m.a. samþykktar tillögur um ný framtíðarmarkmið UMSB, forvarnarstefna, jafnréttisstefna, umhverfisstefna, siðareglur o.fl.. Ljóst var fyrir þingið að talsverðar breytingar yrðu á stjórn sambandsins, en sambandsstjóri, gjaldkeri, varasambandsstjóri og varamenn þeirra gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og eru þeim færðar þakkir fyrir vel unnin störf í þágu sambandsins undanfarin ár. Uppstillingarnefnd var að störfum fyrir þingið og kom með tillögur að nýju fólki í stjórn sem samþykktar voru á þinginu og er stjórnin nú þannig skipuð: Sambandsstjóri er Sólrún Halla Bjarnadóttir, varasambandsstjóri er Guðrún Þórðardóttir og varavarasambandsstjóri er Haukur Þórðarson. Gjaldkeri er Elva Pétursdóttir og varagjaldkeri er Sigríður Bjarnadóttir, ritari er Þórkatla Þórarinsdóttir og vararitari er Aðalsteinn Símonarson, meðstjórnandi er Þórhildur María Kristinsdóttir og varameðstjórnandi er Anna Dís Þórarinsdóttir.

Lesa meira

Tökum við umsóknum um starfsstyrki

10.03.2016

UMSB auglýsir eftir umsóknum um starfsstyrki Borgarbyggðar, og skulu umsóknir hafa borist á skrifstofu UMSB eða í netfangið umsb@umsb.is fyrir 1.maí 2016.

Um starfsstyrki geta sótt félög og deildir þeirra sem sinna íþrótta- eða félagsstarfi innan UMSB eða hafa með höndum aðra sambærilega starfsemi. Megináherslan er á að styrkja starf með börnum og unglingum yngri en 16 ára og að starfsemin sé á forsendum uppeldislegra gilda og forvarna í víðum skilningi. Starfsemin þarf að fara fram undir leiðsögn hæfra starfsmanna, þannig að fagmennska sé viðhöfð við kennslu og þjálfun barna og unglinga. Skilyrði er að félagið hafi starfað í a.m.k. 2 ár og staðið skil á lögformlegum skyldum sínum t.d. haldið aðalfund, lagt fram ársskýrslu, ársreikninga o.s.frv. 

Nánari upplýsingar um starfsstyrki Borgarbyggðar og upplýsingar um fylgiskjöl og gögn má finna hér: http://www.umsb.is/skrar/file/samstarfssamningar-umsb-og-borgarbyggdar/vidaukiastarfsstyrkirloka.pdf 

Einnig er velkomið að hafa samband við Pálma í síma 869-7092, fyrir frekari upplýsingar.

Lesa meira

Við leitum að fólki í stjórn UMSB

10.02.2016

Kæru félagar Ungmennasambands Borgarfjarðar.

 

Næsta sambandsþing UMSB er fyrirhugað þann 12. mars nk. Fyrir liggur að skipa þurfi í eftirfarandi embætti.

 

Sambandsstjóri

Varasambandsstjóri

Vara varasambandsstjóri

Gjaldkeri

Varagjaldkeri

 

Áhugasamir eru hvattir til að gefa kost á sér við undirritaða en um gefandi starfssemi er að ræða sem snertir okkur öll.

 

Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir (halldoraloa@hotmail.com)

Sigríður Bjarnadóttir (sigga.bjarna@badminton.is)

Björn Bjarki Þorsteinsson (bjarki@vesturland.is)

Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í afreksmannasjóð UMSB

10.02.2016

Við minnum á að nú er tekið á móti umsóknum í afreksmannasjóð UMSB, en umsóknir í sjóðinn þurfa að berast fyrir 1.mars nk. og má skila þeim með tölvupósti á umsb@umsb.is eða á Skallagrímsgötu 7a, 310 Borgarnesi.

Reglugerð sjóðsins má sjá hér: http://www.umsb.is/is/page/reglugerdir 

Allar nánari upplýsingar veitir Pálmi í síma 869-7092. 

Lesa meira

Helgi Guðjónsson er íþróttamaður Borgarfjarðar 2015

18.01.2016

Nú á laugardaginn sl. fór fram kjör íþróttamanns Borgarfjarðar 2015 og var það Helgi Guðjónsson knattspyrnumaður sem hlaut titilinn annað árið í röð.

 

Lesa meira

Jólakveðja

28.12.2015

Stjórn og starfsfólk UMSB senda ykkur ungmennafélagskveðju og óska ykkur gleðilegra jóla og gleðilegs árs með þökk fyrir ánægjuleg samskipti á árinu 2015. 

Lesa meira

Jólafrí

28.12.2015

Skrifstofan okkar verður lokuð á milli jóla og nýárs og við opnum aftur eftir jólafrí mánudaginn 4.janúar.

Lesa meira

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012