Fréttir

Opið fyrir umsóknir í afreksmannasjóð UMSB

23.02.2018

Opið er fyrir umsóknir í afreksmannasjóð UMSB. Reglugerð um sjóðinn má nálgast hér http://umsb.is/is/page/reglugerdir
þarna má einnig finna eyðublað sem allir þurfa að fylla út sem sækja um í sjóðinn. Sendið skal umsókn á umsb@umsb.is fyrir 6. mars eða á Ungmennasamband Borgafjarðar, Skallagrímsgötu 7a 310 Borgarnesi. 

 

Lesa meira

Góður íbúafundur um íþrótta og tómstundamál í Borgarbyggð

19.02.2018

Frábær mæting var í gær á íbúafund um framtíðarstefnu Borgarbyggðar í íþróttum og tómstundum

Borgarbyggð stóð fyrir opnum samráðsfundi með aðildafélögum UMSB og öðrum áhugasömum íbúum um íþróttir og tómstundir í Borgarbyggð.
Stýrihópur er í gangi sem er að endurskoða stefnu í þessum málaflokki. Mikilvægt er því að fá að heyra hvað íbúar hafa að segja um þessi mál. Mikið af hugmyndum komu upp og leiðir til að gera starfið enn betra.
Jakob Frímann Þorsteinsson, aðjunkt í íþróttum og tómstundum við Háskóla Íslands byrjaði fundinn með því að vera með innlegg um mikilvægi stefnumótunar í íþróttum og tómstundum.
Eftir erindið var farið í hópavinnu þar sem nokkrum spurningum var svarað.
Spurningarnar voru:
Hvað er gott við skipulag íþrótta og tómstunda í Borgarbyggð?
Hvað má bæta í skipulagi íþrótta og tómstunda í Borgarbyggð?
Hvað getur þitt félag lagt að mörkum til að auka fjölbreytni í íþróttum og tómstundum fyrir íbúa Borgarbyggðar.
Hvernig nýtum við sem best öll íþróttamannvirki í Borgarbyggð
Niðurstöður umræðna verða teknar saman og lagðar fyrir stýrihóp um endurskoðun á stefnu sveitarfélagsins í íþrótta- og tómstundamálum. Þær munu mynda þann grunn sem framtíðarstefna Borgarbyggðar í málaflokknum byggist á.

Lesa meira

Fréttatilkynning vegna sameiningar hestamannafélaga

28.01.2018

Sameinað hestamannafélag Faxa og Skugga sem formlega var stofnað til þann 16. Janúar s.l. hefur nú hlotið nafn. Lokið er rafrænni kosningu félagsmanna þar sem hægt var að velja á milli fimm nafna. Atkvæðaseðill var sendur út á 320 netföng og alls bárust 156 atkvæði. Féllu þau þannig:

Hestamannafélagið Borgfirðingur 65 atkvæði eða 41,67% greiddra atkvæða

Hestamannafélagið Taktur 49 atkv. eða 31,41%

Hestamannafélagið Fjöður 22 atkvæði eða 14,10%

Hestamannafélagið Skeifa 11 atkv. eða 7,05%

Hestamannafélagið Glampi 9 atkv. eða 5,77%

 

Samkvæmt niðurstöðu kosningar mun félagið heita Hestamannafélagið Borgfirðingur.

Unnið er að gerð facebook síðu fyrir félagið og eins er verið að vinna í heimasíðumálum.

Lesa meira

Jólafrí

25.12.2017

Skrifstofan okkar verður lokuð á milli jóla og nýárs og opnar aftur eftir jólafrí þriðjudaginn 2.janúar.

Lesa meira

Nafnasamkeppni vegna sameiningar hestamannafélaga

12.12.2017

Vinnuhópur um sameiningu Faxa og Skugga, sem hefur það hlutverk að fylgja eftir samþykkt félaganna frá 30. nóv. s.l. um sameiningu Faxa og Skugga hefur ákveðið að efna til samkeppni um nafn á félaginu.

Af því tilefni óskum við eftir hugmyndum að nýju nafni á hestamannafélagið. Tillögum að nafni má skila á netfangið umsb@umsb.is fyrir 1.janúar 2018. Öllum áhugasömum er frjálst að senda inn tillögur og gaman væri ef það fylgdi tillögunni útskýring, rökstuðningur eða tenging í héraðið.

Í framhaldinu verður kosið um nýtt nafn í rafrænni kosningu meðal félagsmanna sem verður nánar auglýst þegar nær dregur.

 

F.h sameiningarnefndar félaganna

Pálmi Blængsson, framkvæmdastjóri UMSB.

Lesa meira

Skráning er hafin á Unglingalandsmót UMFÍ

17.07.2017

Skráning er í fullum gangi á Unglingalandsmót UMFÍ. Mótið verður haldið á Egilsstöðum dagana 3.- 6. ágúst. Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA) heldur mótið með UMFÍ.

 

Mótið er fyrir 11-18 ára og þarf aðeins að greiða eitt þátttökugjald. Gjaldið er 7.000 krónur og er fyrir það hægt að skrá sig til keppni í fleiri en einni grein. Þau börn geta komið og keppt á mótinu sem verða 11 ára á árinu. Þau þurfa hvorki að vera skráð í ungmennafélag né íþróttafélag og geta komið hvort þau vilja með öðrum í hópi eða sem einstaklingar og mynda þá hóp með öðrum stökum börnum og ungmennum.

 

Þetta er 20. Unglingalandsmót UMFÍ. Það hefst 3. ágúst næstkomandi með keppni í golfi og verður því slitið sunnudaginn 6. ágúst.

 

Gert er ráð fyrir miklum fjölda fólks á Egilsstöðum yfir mótshelgina eða á milli 1.000-2.000 keppendum og aðstandendum þeirra, jafnvel allt upp undir 10.000 manns.

 

 

Á Unglingalandsmótinu verður keppt í 23 geysispennandi greinum. Þetta eru greinarnar: Boccia - Bogfimi - Fimleikalíf - Fjallahjólreiðar - Frisbígolf - Frjálsar íþróttir - Glíma - Golf - Götuhjólreiðar - Hestaíþróttir - Knattspyrna - Kökuskreytingar - Körfuknattleikur - Motocross - Ólympískar lyftingar - Rathlaup - Skák - Stafsetning - Strandblak - Sund - UÍA þrekmót - Upplestur og Íþróttir fatlaðra. 

 

 

Úlfur Úlfur og fleiri skemmta

Kvöldvökur verða haldnar mótsdagana á Egilsstöðum og verða þar engin smástirni á ferðinni. Á meðal þeirra tónlistarmanna sem fram koma eru Úlfur Úlfur, Hildur, Aron Hannes, Emmsjé Gauti, hljómsveitirnar Amabadama og Mur Mur, Hafnfirðingurinn Jón Jónsson og fleiri.

 

Danski sýningarhópurinn sem sló í gegn í Danmark Got Talent mæta á svæðið og sýnir listir sínar. Hópurinn kemur hingað til lands í boði fyrirtækisins Motus.

 

Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð. 

 

Skráðu þig hér

 

Hér eru ítarlegar upplýsingar um allt sem þú þarft að vita um Unglingalandsmótið.

Lesa meira

Sumarfrí á skrifstofu UMSB

17.07.2017

Skrifstofan okkar verður lokuð vikuna 17.- 21 júlí og 31.júlí - 4.ágúst vegna sumarleyfa. 

Lesa meira

Skráningar og dagskrá sumarfjörs 2017

11.04.2017

Nú er komin dagskrá fyrir sumarfjörið 2017 og búið að opna fyrir skráningar. Sjáðu dagskránna með því að smella hérna.

Lesa meira

Páskafrí á skrifstofunni

10.04.2017

Skrifstofan verður lokuð frá 10.apríl til 17.apríl. Við opnum aftur á þriðjudaginn 18.apríl. 

Bestu kveðjur og gleðilega páska.

Lesa meira

Umsóknir um starfsstyrki

06.04.2017

UMSB auglýsir eftir umsóknum um starfsstyrki Borgarbyggðar, og skulu umsóknir hafa borist á skrifstofu UMSB eða í netfangið umsb@umsb.is fyrir 1.maí 2017.

Um starfsstyrki geta sótt félög og deildir þeirra sem sinna íþrótta- eða félagsstarfi innan UMSB eða hafa með höndum aðra sambærilega starfsemi. Megináherslan er á að styrkja starf með börnum og unglingum yngri en 16 ára og að starfsemin sé á forsendum uppeldislegra gilda og forvarna í víðum skilningi. Starfsemin þarf að fara fram undir leiðsögn hæfra starfsmanna, þannig að fagmennska sé viðhöfð við kennslu og þjálfun barna og unglinga. Skilyrði er að félagið hafi starfað í a.m.k. 2 ár og staðið skil á lögformlegum skyldum sínum t.d. haldið aðalfund, lagt fram ársskýrslu, ársreikninga o.s.frv. 

Nánari upplýsingar um starfsstyrki Borgarbyggðar og upplýsingar um fylgiskjöl og gögn má finna hér: http://www.umsb.is/skrar/file/samstarfssamningar-umsb-og-borgarbyggdar/vidaukiastarfsstyrkirloka.pdf 

Einnig er velkomið að hafa samband við Pálma í síma 869-7092, fyrir frekari upplýsingar.

Lesa meira

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012