Veturinn 2014-2015 stendur FB fyrir æfingum í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi sem hér segir:

 

Fimmtudaga kl. 16.45 - 17.35 fyrir 5.-10. bekk

Föstudaga kl. 14.20 - 15.05 fyrir 1. - 4. bekk

Á æfingarnar eru allir velkomnir.

 

Yfir sumartímann hefur félagið verið með æfingar á fleiri stöðum á svæðinu svo sem á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og á Hvanneyri auk æfinga á vellinum í Borgarnesi.  Frjálsíþróttafélagið er svo þátttakandi í svokölluðu Sam-Vest samstarfi sem stendur fyrir stórum samæfingum nokkrum sinnum á ári þar sem boðið er uppá gestaþjálfara og betri aðstöðu, en æfingar á vegum Sam Vest hafa verið haldnar í íþróttahöllinni á Akranesi, Laugardalshöllinni og nýrri frjálsíþróttahöll FH í Hafnarfirði.