Skráning fer fram á íbúagátt Borgarbyggðar

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDASKÓLINN Í BORGARNESI

 

Tómstundafulltrúi UMSB: Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir, sími: 869-8646  og netfang: siggadora(hjá)umsb.is 

Forstöðumaður Borgarnesi: Jónína Guðrún Heiðarsdóttir, sími: 433-7425 og netfang:  joninahe(hjá)grunnborg.is

Forstöðumaður Hvanneyri: Svala Eyjólfsdóttir, sími: 4337317 og netfang: svala(hjá)gbf.is

Þjónustumiðsöð UMSB: umsb(hjá)umsb.is sími: 437-1411

 

 

Íþrótta- og tómstundaskólinn í Borgarnesi haustið 2018

Íþrótta- og tómstundaskólinn er opinn nemendum í 1. - 4. bekk frá því að skóla lýkur og til kl. 16:15 alla þá daga sem starfsemi er í skólanum.

Dagskráin byggir á verkefnum og frjálsum leik innan ákveðins ramma. Spil, föndur og hlutverkaleikir eru vinsælir auk inni- og útileikja. Hressing í er í boði en skrá þarf börnin í hana eins og á námskeiðin.  

Markmið

Markmið Íþrótta- og tómstundaskólans er að bjóða nemendum upp á athvarf þar sem þeir geta dvalið utan skólatíma meðan foreldrar eru í vinnu. Lögð er áhersla á siðferðilegt og félagslegt uppeldi nemenda. Einnig er lögð áhersla á að Íþrótta- og tómstundaskólinn sé nemendum fastur punktur í tilverunni, annað heimili þar sem gott er að koma og dvelja við skapandi störf og leiki.

 

Hér koma nokkrar upplýsingar sem þið þurfið að vita varðandi frístundina. 

Frístund í Borgarnesi er í húsnæði Grunnskóla Borgarnes fyrir nemendur í 1.-4. bekk (á yngsta stigi).

Til þess að sækja um í frístund í Borgarnesi þurfið þið að fylla út eyðublað sem finnst inn á íbúagátt Borgarbyggðar. www.borgarbyggd.is

Leiðbeiningar varðandi skráningu og tímatafla er HÉR.

Verðskrá : Klukkutími í frístund kostar 256 krónur og nesti er á 123 krónur.  

Ef þið ætlið að skrá börnin úr frístund þarf það að gerast fyrir tuttugasta í hverjum mánuði og tekur það gildi mánaðarmótin á eftir. Slíkar upplýsingar þurfa að berast á netfangið siggadora@umsb.is

Mikil samvinna er á milli íþróttafélaganna og frístundar, ef þið til dæmis eigið barn sem æfir fótbolta á þriðjudögum þá getið þið keypt gæslu í frístund fram að æfingu og eftir hana en þið eruð ekki rukkuð fyrir frístund meðan æfingin er.

Starfsmenn frístundar eru Jónína Guðrún Heiðarsdóttir, Kolbrún Óttarsdóttir, Monika Mazur, Guðbjörg Sigríður Baldursdóttir og Hjördís Ragna sem byrjar að vinna hjá okkur 4.sept.

Símanúmerið í frístund er 847-7997.

 

Hér koma upplýsingar um íþróttir og aðrar tómstundir. 

Til þess að sækja um í íþróttir og aðrar tómstundir fyrir barnið ykkar þurfið þið að fara inn á íbúagáttina og skrá ykkur þar inn, þið þurfið einnig að ráðstafa frístundarstyrknum sjálf þar inni. En hvert barn fær frístundarstyrk að upphæð 10.000 kr á önn frá Borgarbyggð. Hér fáið þið upplýsingar:  http://borgarbyggd.is/wp-content/uploads/2016/12/Fr%C3%ADstundastyrkur-lei%C3%B0beiningar.pdf

Þau börn sem eru í 1. og 2. bekk falla undir svokallað flæði þegar kemur að íþróttum, það má segja upp 1x í mánuði eða jafnvel æfa 1x í viku og er þetta gert til að auka aðgengi þeirra að fleiri en einni grein, gefa þeim tækifæri á að prófa sig áfram og finna grein sem þau vilja stunda.

Ef þið eruð að skrá barn í íþróttir/námskeið þá skráið þið þau í gegnum íbúagáttina og borgið fyrir önnina. Ef þið eigið barn í 1.-2. bekk og viljið gera breytingu á skráningu, hætta eða fjölga æfingum þá skuluð þið hafa samband við mig með að senda tölvupóst á siggadora@umsb.is og við finnum lausn á því. 

 

Tímatafla Í Borgarnesi til 1. okt

Tímatafla í Borgarnesi frá 1. okt

 

 

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDASKÓLINN Á HVANNEYRI HAUST 2018

 

 

Íþrótta- og tómstundaskólinn

Íþrótta- og tómstundaskólinn er opinn nemendum í 1. - 4. bekk frá því að skóla lýkur og til kl. 16:00 alla þá daga sem starfsemi er í skólanum.

Dagskráin byggir á verkefnum og frjálsum leik innan ákveðins ramma. Spil, föndur og hlutverkaleikir eru vinsælir auk inni- og útileikja. Hressing í er í boði en skrá þarf barnið í hressingu þegar það er skráð í íþrótta og tómstundaskólann.

Markmið

Markmið Íþrótta- og tómstundaskólans er að bjóða nemendum upp á athvarf þar sem þeir geta dvalið utan skólatíma meðan foreldrar eru í vinnu. Lögð er áhersla á siðferðilegt og félagslegt uppeldi nemenda. Einnig er lögð áhersla á að Íþrótta- og tómstundaskólinn sé nemendum fastur punktur í tilverunni, annað heimili þar sem gott er að koma og dvelja við skapandi störf og leiki.

 

Upplýsingar til foreldra barna í 1.-4.bekk.

 

Hér koma nokkrar upplýsingar sem þið þurfið að vita varðandi Selið. 

Selið á Hvanneyri er í húsnæði GBF á Hvanneyri fyrir nemendur í 1.-4. bekk.

Til þess að sækja um í Selinu þurfið þið að fylla út eyðublað sem finnst inn á íbúagátt Borgarbyggðar. www.borgarbyggd.is. Nánari leiðbeiningar eru HÉR.

Opnunartími Selsins er eftirfarandi:

Mánudagar, miðvikudagar og fimmtudagar kl.13:30 - 16:00, þriðjudagar kl.14:30-16:00 og föstudagar kl.12:30-16:00. 

Verðskrá : Klukkutími í Seli kostar 256 krónur og nesti er á 123 krónur.  

Ef þið ætlið að skrá börnin úr Seli þarf það að gerast fyrir tuttugasta í hverjum mánuði og tekur það gildi mánaðarmótin á eftir. Slíkar upplýsingar þurfa að berast á netfangið siggadora@umsb.is

Soffía og Naomi eru starfsmenn Selsins, á skólasetningunni ætla þær að taka á móti ykkur  í Selinu og sýna ykkur hvað þær eru að gera með krökkunum dags daglega og svara öllum þeim spurningum sem koma upp.

Símanúmerið í Seli er 433-7315.

Hér koma upplýsingar um íþróttir og aðrar tómstundir. 

Til þess að sækja um í íþróttir og aðrar tómstundir fyrir barnið ykkar þurfið þið að fara inn á íbúagáttina og skrá ykkur þar inn, þið þurfið einnig að ráðstafa frístundarstyrknum sjálf þar inni. En hvert barn fær frístundarstyrk að upphæð 10.000 kr á önn frá Borgarbyggð. Hér fáið þið nánari upplýsingar:  http://borgarbyggd.is/wp-content/uploads/2016/12/Fr%C3%ADstundastyrkur-lei%C3%B0beiningar.pdf

 

Tímatafla á Hvanneyri 2018

 

 

Tómstundir á Kleppjárnsreykjum 2018

 

Tímatafla fyrir æfingar á Kleppjárnsreykjum

 

 

Tómstundir á Varmalandi 2018

 

 

Tímatafla á Varmalandi 2018

 

 

Ekki hika við að hafa samband ef þið hafið einhverjar spurningar. Kv Sigga Dóra, Tómstundafulltrúi. siggadora@umsb.is