Vinnuskóli Borgarbyggðar mun starfa frá 11. júní til 31. júlí sumarið 2018. Leitast verður við að veita öllum 13-16 ára (7.-10. bekkur) unglingum búsettum í Borgarbyggð starf í Vinnuskólanum.

Vinnuskólinn starfar samkvæmt samþykktum Borgarbyggðar en ekki samkvæmt lögskipaðri námskrá. Ekki er skólaskylda í Vinnuskólanum.

Starfsstöðvar Vinnuskólans verða á Bifröst, í Borgarnesi, á Hvanneyri og í Reykholti.

Þeir sem sjá um verkstýringu á vinnuskólanum í Reykholti og Hvanneyri eru Snorrastofa og Landbúnaðarháskóli Íslands.

Ásamt því að vinna við almenn garðyrkjustörf geta nemendur óskað eftri því að vinna við eftrifarandi störf.

 • hjá íþróttafélögum,
 • hjá stofnunum Borgarbyggðar t.d Leikskólum og safnahúsi
 • í Skallagrímsgarði og á íþróttavellinum,
 • í Sumarfjöri og í skapandi sumarhóp með Michelle Bird,
 • við að leggja stund á íþróttir, tómstundir og listir.

Efnileg ungmenni sem stunda íþróttir, tómstundir og listir geta fengið að sinna sínum tómstundum á launum. Markmið Borgarbyggðar með þessu er að koma til móts við þau ungmenni sem geta ekki með sama hætti og jafnaldrar þeirra unnið sumarvinnu hjá Borgarbyggð. Nánari upplýsingar og reglur finnið þið inn á www.borgarbyggd.is. Sótt er um á íbúagáttinni á sama umsóknareyðublaði og hjá Vinnuskólanum.  

Yfir sumarið eru 4-5 dagar tileinkaðir samveru, skemmtun og forvarnarvinnu. Ferð verður farin í lok sumars sem er skipulögð af ungmennunum sjálfum.

Forráðamenn skrá unglinga í Vinnuskólann.

Skráning fer fram á íbúagáttinni á heimasíðu Borgarbyggðar. Umsóknarfrestur er til 10.maí

Skráning fer fram hér.

Laun og vinnutímabil

Allir sem skrá sig í Vinnuskólann eiga að mæta til vinnu 8. júní frá kl. 10.00-15.00, mæting í Óðal. Þeir sem búa utan Borgarnes verða sóttir. Við förum yfir verkefni sumarsins, hvar unglingarnir koma til með að vinna, öryggi á vinnustað, meðferð tækja, skyndihjálp og fleira. 

 Aldur

 Laun

   Útborgun

   Vinnutími

 Tímabil  

13 ára. 7.bekkur

kr. 437 klst.

Fyrsta virka dag hvers mánaðar.

 Mán-fös: 9-12

 Hægt að velja um 2 vikur.

11.-15.júní, 18.-22.júní, 25.-29.júní, 2.-6.júlí, 9.-13.júlí, 16.-20.júlí, 23.-27.júlí og 30.-31 júlí. 

14.ára.   8.bekkur

kr. 524 klst

Fyrsta virka dag hvers mánaðar.

 Mán-fim:
 9-12 og 13 -16

 Fös: 9-12

 Hægt að velja um 8 vikur.

11.-15.júní, 18.-22.júní, 25.-29.júní, 2.-6.júlí, 9.-13.júlí, 16.-20.júlí, 23.-27.júlí og 30.-31 júlí. 

15.ára

9.bekkur

kr. 699 klst

Fyrsta virka dag hvers mánaðar.

 Mán-fim:
 9-12 og 13 -16

 Fös: 9-12

Hægt að velja um 8 vikur.

11.-15.júní, 18.-22.júní, 25.-29.júní, 2.-6.júlí, 9.-13.júlí, 16.-20.júlí, 23.-27.júlí og 30.-31 júlí. 

16.ára

10.bekkur

kr. 874 klst.

Fyrsta virka dag hvers mánaðar.

 Mán-fim:
 9-12 og 13 -16

 Fös: 9-12

Hægt að velja um 8 vikur.

11.-15.júní, 18.-22.júní, 25.-29.júní, 2.-6.júlí, 9.-13.júlí, 16.-20.júlí, 23.-27.júlí og 30.-31 júlí. 

*að auki er greitt 10,17% í orlof.

Markmið með starfsemi Vinnuskóla Borgarbyggðar

Markmið með starfi Vinnuskólans er að:

 • fegra og snyrta umhverfið,
 • byggja upp vinnuvirðingu hjá nemendum og flokkstjórum,
 • skipa trausta og sterka liðsheild í öllu starfi Vinnuskólans,
 • bjóða upp á eftirsóknarvert starf í Vinnuskólanum með áherslu og þátttöku unglinga í þroskandi og skapandi starfi,
 • veita unglingum Vinnuskólans fjölbreytileg tækifæri til að fræðast um bæinn og nágrenni hans,
 • kenna unglingum verklag, virðingu, stundvísi og aga,
 • viðhalda jákvæðri ímynd um Vinnuskólann og gera hana enn jákvæðari,
 • veita fræðslu á ýmsum sviðum auk forvarna.

Reglur Vinnuskóla Borgarbyggðar

Mikilvægt er að nemendur vinnuskólans fylgi reglum skólans, en þær eru að:

 • nemendur mæti stundvislega til vinnu og sýni flokkstjórum hlýðni og kurteisi svo og öðrum þeim sem á vegi þeirra verða,
 • nemendur komi til vinnu klædd með tilliti til verkefna og veðurfars,
 • nemendur hafi alltaf með sér nesti í vinnu,
 • neysla goss og sælgætis er bannað á vinnutíma,

Komi upp agabrot getur flokkstjóri vísað viðkomandi heim. Ítrekuð brot geta orsakað brottrekstur úr vinnuskólanum að undangenginni áminningu.