Atvinna í boði hjá UMSB

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Ungmennasamband Borgarfjarðar óskar eftir starfsmanni á skrifstofu sambandsins í nýtt og spennandi starf á sviði tómstundamála í Borgarbyggð. Um er að ræða fullt starf.

Helstu verkefni eru skipulagning og yfirumsjón með íþrótta og tómstundaskóla fyrir börn í 1.-4.bekk, sumarstarfi grunnskólabarna og starfsemi félagsmiðstöðva í Borgarbyggð ásamt öðrum verkefnum á sviði tómstunda og íþróttamála.

Menntunar og hæfniskröfur:  Menntun á sviði uppeldis-, félags- eða tómstundamála er kostur. Frumkvæði og sjálfstæði í starfi auk grunnþekkingar á tölvum í t.d. word og excel. Þekking á íþrótta og tómstundastarfi ungmenna er kostur.

Nánari upplýsingar um starfið og starfsemi UMSB gefur framkvæmdastjóri í síma: 869-7092 eða umsb@umsb.is

Umsóknarfrestur er til 23.júlí 2014 og skal skila umsóknum ásamt ferilskrá á netfangið umsb@umsb.is eða á skrifstofu UMSB á Borgarbraut 61, 310 Borgarnesi. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og verður öllum umsóknum svarað.

Deildu þessari frétt