Bjarki Pétursson er Íþróttamaður Borgarfjarðar 2019.

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Bjarki Pétursson, golfari, var í dag kjörinn íþróttamaður Borgarfjarðar árið 2019 við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti. Um tvö hundruð manns heiðruðu íþróttafólkið okkar með nærveru sinni.

Bjarki stóð sig vel á árinu en hann var í sigurliði Kent State í Mid-American Conference 2019. Hann spilar fyrir hönd Íslands á Evrópumóti einstaklinga, liða í Austurríki og í Svíþjóð. Hann var sá áhugamannakylfingur sem var á besta skori í atvinnumannamóti í Finnlandi sem er á vegum Nordic League mótaraðarinnar. Bjarki er einnig  einn fimm Íslendinga sem hafa unnið sér inn keppnisrétt í Challange Tour mótaröðinni. Hann var eini áhugakylfingurinn í heiminum árið 2019 sem komst í gegnum 2. stig og spilaði á 3. stigi fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Um er að ræða sterkustu mótaröðina í Evrópu og næst sterkustu í heiminum. Við færum Bjarka okkar bestu hamingjuóskir sem og óskir um áframhaldandi gott gengi í íþrótt sinni. Ánægjulegt verður að fylgjast með þessum framúrskarandi íþróttamanni okkar hér eftir sem hingað til.

Kjörið var mjög spennandi þar sem afar litlu munaði á milli íþróttamanna. Alls voru tíu íþróttamenn tilnefndir og röðuðust fimm efstu sætin svona niður:

  1. Bjarki Pétursson – golf
  2. Alexandrea Rán Guðnýjardóttir – kraftlyftingar
  3. Bjarni Guðmann Jónsson – körfuknattleikur
  4. Helgi Guðjónsson – knattspyrna
  5. Brynjar Snær Pálsson – knattspyrna

 

Aðrir tilnefndir voru (í stafrófsröð):

  • Birgitta Dröfn Björnsdóttir – dans
  • Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir – frjálsar íþróttir
  • Kristín Þórhallsdóttir – kraftlyftingar
  • Randi Holaker – hestaíþróttir
  • Sigursteinn Ásgeirsson – frjálsar íþróttir

 

Einnig var viðurkenning úr minningarsjóði Auðuns Hlíðkvist Kristmarssonar. í ár var það Almari Orri sem fékk viðurkenninguna.

Maraþonbikarinn fékk Inga Dísa fyrir gott maraþonhlaup á árinu 2019.

 

Nokkur aðildarfélög UMSB veittu jafnframt íþróttafólki sínu viðurkenningar og verðlaun við sama tækifæri.

UMSB óskar öllum verðlaunahöfum og tilnefndum íþróttamönnum til hamingju með þær viðurkenningar sem þau hafa hlotið fyrir afrek sín á sviði íþrótta á árinu. Við óskum þeim jafnframt áframhaldandi velgengni um ókomna framtíð og hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni.

Deildu þessari frétt