Óðal er félagsmiðstöð Borgarbyggðar

Opið er í Óðali á mánudögum kl. 19:00 – 22:00, á miðvikudögum kl 19:00 – 22:00 og á fimmtudögum kl. 14:00–21:00. Miðstig fær síðan opnun á þriðjudögum kl 14:00 – 17:00. Föstudagar eru tileinkaðir böllum og tilfallandi atburðum sem eru auglýstir sérstaklega hverju sinni. Meðal viðburða í óðali eru opin hús, leirlistanámskeið, stelpukvöld, lankvöld, böll þriðju hverja viku, fifamót, viðburðir á vegum Samfés o.fl. Öll ungmenni í 8.–10. bekk í Borgarbyggð eru velkomin að koma og nýta sér það sem er í boði á hvorum stað.

Tómstundafulltrúi er Davíð Guðmundsson og netfangið hans er: david@umsb.is fyrir allar nánari upplýsingar.