Skráning fer fram á íbúagátt Borgarbyggðar
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDASKÓLINN Í BORGARNESI
Framkvæmdastjóri UMSB: Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir, sími: 437-1411 og netfang siggadora@umsb.is
Tómstundafulltrúi UMSB: Svala Eyjólfsdóttir , sími: 437-1412 og netfang: svala@umsb.is
Forstöðumaður Borgarnesi: Jóhanna Ösp Guðmundsdóttir, sími: 847-7997 og netfang: johanna.gudmundsdottir@borgarbyggd.is
Forstöðumaður Hvanneyri: Páll Steinarsson, sími: 776-6008 og netfang: pall.steinarsson@borgarbyggd.is
Starfsmaður á Kleppjárnsreykjum: Marvin Logi Nindel Haraldsson, sími: 768-2225 og netfang: fristund.kleppjarnsreykir@borgarbyggd.is
Þjónustumiðsöð UMSB: umsb(hjá)umsb.is sími: 437-1411
Frístund Markmið Leitast er við að bjóða upp á spennandi viðfangsefni sem veita börnum útrás fyrir leik– og sköpunarþörf. Leiðarljós frístundarheimila er að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskist í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu. Lögð er áhersl a á að þroska félagslega færni í samskiptum í gegnum leik og starf sem og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Frístund leitast við að nota lýðræðislega starfshætti, efla hæfni barnanna til að móta sér sjálfstæðar skoðanir og hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður. Unnið er samkvæmt viðmiðum Mennta– og menningarmálaráðuneytisins um hlutverk, markmið og leiðarljós. Hvernig á að sækja um í frístund? Verðskrá: Dvalargjald á klukkutíma eru kr. 275 og síðdegishressing er kr. 132 á dag. Ef börn eru skráð í frístund eftir klukkan 14:00 eru þau sjálfkrafa skráð í hressingu. Þegar börn eru skráð úr frístund þarf það að gerast fyrir 20. hvers mánaðar og tekur breytingin gildi um næstu mánaðarmót. Allar breytingar á fyrirkomulagi frístundar eru gerðar í Völu frístundarkerfi eða sendar á netfangið david@umsb.is Sportabler Flest félög og deildir sem halda úti æfingum innan UMSB eru að nota Sportabler. Sportabler er vef og snallsímaforrit sem gerir skipulag og samskipti í íþróttastarfi /tómstundum skivirkari og einfaldari. Því er mikilvægt að allir foreldrar sem eiga börn í íþróttum/tómstundum sæki sér forritið. Með því verða allir vonandi vel tengdir. https://www.sportabler.com/home |
Frístund í Borgarnesi veturinn 2020-2021 Frístund er opin nemendum í 1. - 4. bekk frá því að skóla lýkur og til kl. 16:15 alla þá daga sem starfsemi er í skólanum. Börn sem fara heim með skólabíl upp í sveit geta verið í frístund þar til skólabílinn fer heim. Mikilvægt er að börn sem taka skólabílinn séu skráð í gegnum íbúagátt. Ekki er rukkað fyrir þann tíma sem beðið er fram að skólabíl.
Öll félög eru með facebook síður því er gott að fylgjast líka vel með þar. Einnig er mikilvægt að fylgjast með Ungmennasambandi Borgarfjarðar á facebook sem og umsb.is |