Skráning fer fram á íbúagátt Borgarbyggðar

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDASKÓLINN Í BORGARNESI

Framkvæmdastjóri UMSB: Sigurður Guðmundsson, sími 861-3379 og siggi@umsb.is

Tómstundafulltrúi UMSB: Davíð Guðmundsson , sími: 659-2466  og netfang: david@umsb.is

Forstöðumaður Borgarnesi: Jóhanna Ösp Guðmundsdóttir, sími: 847-7997 og netfang: johanna.gudmundsdottir@borgarbyggd.is

Forstöðumaður Hvanneyri: Kolbrá Höskuldsdóttir, sími: 776-6008 og netfang: kolbra@borgarbyggd.is 

Þjónustumiðsöð UMSB: umsb(hjá)umsb.is sími: 437-1411

Frístund
Frístund er starfrækt á þremur stöðum í Borgarbyggðar: Í Borgarnesi, Hvanneyri og Kleppjárnsreykjum. Borgarbyggð er með samning við Ungmennasamband Borgarfjarðar, UMSB, um verkstjórn og utanumhald um starfið á þessum stöðum. Tveir starfsmenn starfa hjá UMSB, Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri siggi@umsb.is, s. 861-3379 og Davíð Guðmundsson  tómstundafulltrúi david@umsb.is.

Markmið

Leitast er við að bjóða upp á spennandi viðfangsefni sem veita börnum útrás fyrir leik– og sköpunarþörf. Leiðarljós frístundarheimila er að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskist í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu.

Lögð er áhersl a á að þroska félagslega færni í samskiptum í gegnum leik og starf sem og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Frístund leitast við að nota lýðræðislega starfshætti, efla hæfni barnanna til að móta sér sjálfstæðar skoðanir og hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður.

Unnið er samkvæmt viðmiðum Mennta– og menningarmálaráðuneytisins um hlutverk, markmið og leiðarljós.

Hvernig á að sækja um í frístund?
Til þess að sækja um í frístund þarf að fylla út eyðublað sem er að finna má hér https://fristund.vala.is/umsokn/#/login

Verðskrá: Dvalargjald á klukkutíma eru kr. 275 og síðdegishressing er kr. 132 á dag. Ef börn eru skráð í frístund eftir klukkan 14:00 eru þau sjálfkrafa skráð í hressingu.

Þegar börn eru skráð úr frístund þarf það að gerast fyrir 20. hvers mánaðar og tekur breytingin gildi um næstu mánaðarmót. Allar breytingar á fyrirkomulagi frístundar eru gerðar í Völu frístundarkerfi eða sendar á netfangið david@umsb.is

Sportabler

Flest félög og deildir sem halda úti æfingum innan UMSB eru að nota Sportabler. Sportabler er vef og snallsímaforrit sem gerir skipulag og samskipti í íþróttastarfi /tómstundum skivirkari og einfaldari. Því er mikilvægt að allir foreldrar sem eiga börn í íþróttum/tómstundum sæki sér forritið. Með því verða allir vonandi vel tengdir. https://www.sportabler.com/home

Frístund í Borgarnesi veturinn 2020-2021
Aðstaða fyrir frísund í Borgarnesi er í Grunnskólanum í Borgarnesi svala.eyjolfsdottir@borgarbyggd.is.

Frístund er opin nemendum í 1. - 4. bekk frá því að skóla lýkur og til kl. 16:15 alla þá daga sem starfsemi er í skólanum. Börn sem fara heim með skólabíl upp í sveit geta verið í frístund þar til skólabílinn fer heim. Mikilvægt er að börn sem taka skólabílinn séu skráð í gegnum íbúagátt.  Ekki er rukkað fyrir þann tíma sem beðið er fram að skólabíl.

Upplýsingar um það sem er í boði í Borgarnesi í frístund má finna hér:  Frístund Borgarnes tímatafla 2021

Kennarar á námskeiðum

Jóga: Margrét Ástrós Helgadóttir

Glerlist: Ólöf Sigríður Davíðsdóttir

Teiknað: Michelle Bird

Skráningar á námskeið í frístund fara fram hér  https://umsb.felog.is/

Frístund á Hvanneyri  veturinn 2020-2021
Frístund á Hvanneyri er í húsnæði Grunnskóla Borgarfjarðar.

Forstöðumaður á Hvanneyri er Kristín Jónsdóttir, s. 7766008 netfang: kristin.jonsdottir@borgarbyggd.is 
Frístund er opin nemendum í 1. - 4. bekk frá því að skóla lýkur og til kl. 16:00 alla þá daga sem starfsemi er í skólanum. Börn sem fara heim með skólabíl upp í sveit geta verið í frístund þar til skólabílinn fer heim. Mikilvægt er að börn sem taka skólabílinn séu skráð í gegnum íbúagátt.  Ekki er rukkað fyrir þann tíma sem beðið er fram að skólabíl.

Upplýsingar um það sem er í boði á Hvanneyri í frístund má finna hér: Frístund Hvanneyri tímatafla 2021

Kennarar á námskeiðum

Jóga: Margrét Ástrós Helgadóttir

Kenpó: Móses

Karfa: Szymon

Skráningar á námskeið í frístund fara fram hér  https://umsb.felog.is/

Frístund á Kleppjárnsreykjum  veturinn 2020-2021
Frístund á Kleppjárnsreykjum er í húsnæði Grunnskóla Borgarfjarðar.

Frístund er opin nemendum í 1. - 4. bekk frá því að skóla lýkur og til kl. 16:15 alla þá daga sem starfsemi er í skólanum. Börn sem fara heim með skólabíl upp í sveit geta verið í frístund þar til skólabílinn fer heim. Mikilvægt er að börn sem taka skólabílinn séu skráð í gegnum íbúagátt.  Ekki er rukkað fyrir þann tíma sem beðið er fram að skólabíl.

Upplýsingar um það sem er í boði á Kleppjárnsreykjum í frístund má finna hér:  Frístund Kleppjárnsreykir tímatafla 2020

Skráningar á námskeið í frístund fara fram hér https://umsb.felog.is/

Frístund á Varmalandi veturinn 2020-2021

Upplýsingar um það sem er í boði á Kleppjárnsreykjum í frístund má finna hér: Frístund Varmaland tímatafla 2020

Skráningar á námskeið í frístund fara fram hér https://umsb.felog.is/

Hvernig skrái ég barnið mitt í íþróttir eða aðrar tómstundir? 
Skráningar í íþróttir og tómstundir fara fram inn á íbúagátt Borgarbyggðar eða inn á https://umsb.felog.is/.

Ef breyta þarf skráningum fyrir börn þá þarf að hafa samband og láta vita. Gott er að hafa samband við viðkomandi félag og UMSB á netfangiðdavid@umsb.is eða umsb@umsb.is.

Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni í Borgarbyggð

Borgarbyggð styrkir frístundaiðkun barna og ungmenna á aldrinum 6-18 ára með framlagi að upphæð kr. 40.000 á ári. Markmið framlagsins er að hvetja börn og ungmenni til að taka þátt í frístundastarfi í Borgarbyggð.

Hægt er að nýta frístundastyrk í:

  • skipulagt frístundastarf í Borgarbyggð sem stundað er undir leiðsögn þjálfara eða leiðbeinanda samfellt í a.m.k. 10 vikur. Þetta á t.d. við um allt íþróttastarf sem stundað er á vegum viðurkenndra íþróttafélaga, dans í dansskólum, skátastarf og annað reglubundið frístundastarf,
  • íþrótta- og tómstundanámskeið barna í 1. og 2. bekk sem skráð eru í íþrótta- og tómstundaskólann,
  • þreksal, árskort/sundkort fyrir ungmenni á aldrinum 13 – 16 ára undir eftirliti íþróttafræðings samfellt í a.m.k. 10 vikur,
  • þreksal, árskort/sundkort fyrir ungmenni eldri en 16 ára,
  • Nám í tónlistarskóla sem er samfellt í 10 vikur.

Hægt er að nýta frístundastyrkinn hjá félögum innan Borgarbyggðar sem og í öðrum sveitarfélögum. Umsóknir eru afgreiddar rafrænt í gegnum íbúagátt Borgarbyggðar á heimasíðunni borgarbyggd.is og í skráningarkerfinu Nóra vegna starfs hjá félögum UMSB á heimasíðunni umsb.is

Forráðamenn skrá sig inn á íbúagátt Borgarbyggðar, annað hvort með rafrænum skilríkum eða Íslykli. Undir „Frístundastarf“ koma fram upplýsingar um námskeið. Hakað er við „Nota Frístundastyrk Borgarbyggðar“ og þá lækkar upphæð gjalda um þá upphæð sem nemur inneign frístundastyrks. Frístundastyrkur er kr. 40.000 á ári. Inneign fellur niður um áramót.

Tafla fyrir íþróttahúsið í Borgarnesi veturinn 2021

Félög sem bjóða uppá æfingar 2020

Frjálsíþróttafélag Borgarfjarðar
Formaður: Unnur Jónsdóttir unnurj03@gmail.com sími: 8465171.
Æfingar fara fram í íþróttahúsinu í Borgarnesi og á frjálsíþróttavelli í Borgarnesi.

Þjálfarar í frjálsum:

Unnur Jónsdóttir

Badminton
Formaður: Sigríður Bjarnadóttir siggab73@hotmail.com sími: 892 3468.
Æfingar í íþróttahúsinu í Borgarnesi.

Knattspyrna
Formaður: Páll Snævar Brynjarsson pall@ssv.is sími 8551877.
Æfingar fara fram á sparkvelli við grunnskólann í Borgarnesi, í íþróttahúsinu í Borgarnesi fyrir yngstu flokka.

Körfubolti
Margrét Gísladóttir formaður hogm@simnet.is sími 863 7384.
Æfingar verða í íþróttahúsinu í Borgarnesi

Upplýsingar um þjálfara:

Tímatafla fyrir Reykdæli

Reykdælir
Vigdís Sigvaldadóttir vigdiss89@gmail.com sími 697-3087.

Tafla fyrir Reykdæli 2021

Kenpo
Móses Jósefsson kenpostudio@hotmail.com sími 7705442.
Menntaskóla Borgarfjarðar, Hvanneyri og í íþróttahúsinu í Borgarnesi.

Öll félög eru með facebook síður því er gott að fylgjast líka vel með þar. Einnig er mikilvægt að fylgjast með Ungmennasambandi Borgarfjarðar á facebook  sem og umsb.is