Æfingagjöld/Skráning

Æfingagjöld – Haustönn 2025 (september – desember 2025)

Árgangur Flokkar Fjöldi æfinga í viku Æfingagjöld (Haustönn)
2012-2013 4. flokkur 3 æfingar 28.800 kr.
2014-2015 5. flokkur  3 æfingar/4 æfingar  28.800 kr. / 38.400 kr.
2016-2017 6. flokkur 3 æfingar 28.800 kr.
2018-2019 7. flokkur 2 æfingar 19.200 kr.
2020–2021 8. flokkur *Námskeið verður auglýst síðar Verð kemur á abler síðar þegar námskeið hefst

Athugið

  • Iðkendur geta prófað að æfa frítt fyrstu tvær vikurnar.
  • Eftir það þurfa foreldrar/forráðamenn að skrá þá í Abler.
  • Æfingagjöld hafa hækkað frá fyrra ári til samræmis við aukinn rekstrarkostnað.
  • Æfingagjöld skiptast niður á þrjú tímabil: haustönn, vorönn og sumar.
  • Greiða þarf sérstaklega fyrir mótgjald sem innheimt er aukalega.
  • Iðkendur geta nýtt sér frístundastyrk Borgarbyggðar til að lækka æfingagjöld.
  • Veittur er systkinaafsláttur fyrir fjölskyldur með fleiri en einn iðkanda.
  • Æfingafjöldi er mismunandi eftir flokkum. Í 5. flokki er val um 3 eða 4 æfingar í viku og miðast æfingagjald við það.
  • Ef langvarandi aðstæður valda því að iðkandi getur ekki tekið fullan þátt í æfingum, er hægt að óska eftir sérstöku mati á æfingagjöldum með því að hafa samband við okkur.
  • 2 og 3. flokkur hafa í gegnum tíðina æft með ÍA á Akranesi. Við erum þó alltaf opin fyrir því að bjóða upp á æfingar fyrir þann aldursflokk ef nægur fjöldi næst saman. Fyrir frekari upplýsingar: knattspyrna@skallagrimur.is.

Skráning í Abler

Allir iðkendur í Knattspyrnudeild Skallagríms þurfa að vera skráðir í gegnum Abler. Þar greiðast æfingagjöld og skráning fer fram á einfaldan hátt.

👉 HÉR er hægt að skrá iðkanda í Abler

Svona skráir þú iðkanda:

  1. Farðu á abler.is eða notaðu Abler appið.
  2. Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum.
  3. Veldu Markaðstorg.
  4. Finndu og veldu Skallagrímur – knattspyrna – Haustönn 2025.
  5. Veldu réttan flokk eftir fæðingarári barnsins.
  6. Smelltu á Skrá / Kaupa.
  7. Fylltu inn upplýsingar um iðkandann.
  8. Greiddu æfingagjaldið.

👉 Greiðsla æfingagjalda er forsenda þátttöku á æfingum og mótum.

👉 Þegar greiðsla hefur verið staðfest er skráningin lokið.

👉 Ef eitthvað er óljóst eða þið þurfið aðstoð við skráningu, ekki hika við að hafa samband á knattspyrna@skallagrimur.is.

Frístundastyrkur Borgarbyggðar

Foreldrar/forráðamenn geta nýtt sér frístundastyrk Borgarbyggðar til að lækka æfingagjöld.

  • Styrkurinn þarf að vera valinn og virkjaður í Abler af foreldrum/forráðamönnum.
  • Þegar hann hefur verið virkjaður dregst hann sjálfkrafa frá greiðslu.
  • Ef hann hefur ekki verið virkjaður er hægt að fara aftur inn í Abler og gera það síðar.
  • Styrkurinn er ekki bundinn við eina íþrótt eða eitt félag, hann fylgir barninu og má nota í fleiri en einni íþrótt eða frístundastarfsemi, svo lengi sem heildarupphæðin er ekki búin.

👉 Mikilvægt er að foreldrar muni að velja frístundastyrkinn í Abler, hvort sem það er í fótbolta eða aðra íþrótt, þegar þeir skrá barnið. Annars nýtist hann ekki.

Algengar spurningar

Nýtist frístundastyrkur sjálfkrafa?
Nei. Foreldrar þurfa að velja styrkinn í Abler þegar barnið er skráð. Ef hann er virkjaður dregst hann sjálfkrafa frá greiðslunni.

Get ég notað frístundastyrkinn í fleiri en eina íþrótt?
Já. Styrkurinn fylgir barninu og er ekki bundinn við eitt félag eða eina íþrótt. Hann má nota í fleiri en einni frístund svo lengi sem heildarupphæðin er ekki búin.

Getur barnið prófað að æfa áður en það er skráð?
Já. Iðkendur geta prófað að æfa frítt fyrstu tvær vikurnar áður en skráning í Abler er gerð.

Hvað með 2. og 3. flokk?
Þeir hafa í gegnum tíðina æft með ÍA á Akranesi. Við erum þó opin fyrir því að bjóða upp á æfingar hjá Skallagrími ef nægur fjöldi næst saman. Fyrir frekari upplýsingar: knattspyrna@skallagrimur.is.

Hvað ef ég á í vandræðum með skráningu í Abler?
Endilega hafið samband við okkur á knattspyrna@skallagrimur.is og við leiðbeinum ykkur.