Stefnur og markmið

Stefna UMSB

Stefna sú sem hér er sett fram er afrakstur vinnu “Framtíðarnefndar“ sem unnin var frá janúar 2012 til febrúar 2013. Stefnan lýsir framtíðarsýn UMSB og leiðum til að ná henni.
Stefnan var fyrst samþykkt samhljóða á 91. sambandsþingi UMSB 9. mars 2013 í Félagsheimilinu Þinghamri, Varmalandi.

Gildi

Gildi UMSB eru heiðarleiki, metnaður, samvinna og virðing. Gildin segja til um grunn starfseminnar og á hvaða hugsjónum starf UMSB byggist. UMSB hefur gildin stöðugt í að leiðarljósi og leggur áherslu á að aðildarfélögin geri slíkt hið sama.
 • UMSB byggir starf sitt á heiðarleika í keppni, leik og starfi. Við komum heiðarlega fram og væntum þess sama af öðrum.
 • UMSB leggur metnað í starfsemi sína og stefnir stöðugt að framförum. Með metnaði næst árangur.
 • UMSB vinnur verkefni sín í samvinnu við sveitarfélögin, aðildarfélögin, iðkendur og almenning. Þannig tryggjum við að hagsmunir heildarinnar ráði för.
 • UMSB ber virðingu fyrir einstaklingum, umhverfinu og samfélaginu í heild. Í því felst viðurkenning á rétti allra til þátttöku.

Hlutverk

Hlutverk UMSB er:
 • að sjá aðildarfélögum sínum fyrir þjónustu á sviði íþrótta- og félagsstarfs.
 • að vera samnefnari íþróttastarfs á félagssvæðinu í þágu félagsmanna sinna.
 • að vera málsvari hreyfingarinnar gagnvart sveitarfélögum á starfssvæðinu, UMFÍ, ÍSÍ og öðrum.
 • að hafa faglega forystu í íþrótta- og félagsstarfi og vinna að aukinni menntun, þekkingu og hæfni innan hreyfingarinnar.
 • að stuðla að því að á sambandssvæðinu vaxi upp afreksfólk í íþróttum og að aðstaða þess  til frekari árangurs sé eins og best verður á kosið.
 • að vinna að eflingu félagsstarfs meðal aðildarfélaga sinna.

Framtíðarsýn

Framtíðarsýn UMSB er:
 • að vera framsækið og öflugt ungmennasamband með margþætt hlutverk í stöðugri þróun.
 • að vinna að útbreiðslu íþrótta- og félagsstarfs með jafnræði að leiðarljósi þar sem allir hafi möguleika á þátttöku.
 • að veita aðildarfélögunum sínum framúrskarandi þjónustu á faglegu, rekstrarlegu og félagslegu sviði.
 • að vera þekkt fyrir afreks- keppnisíþróttafólk sitt jafnt sem mikla þátttöku í almenningsíþróttum.
 • að vera hornsteinn í íþrótta- og félagsstarfi í héraðinu með styrkar fjárhagslegar, faglegar og félagslegar stoðir.

Markmið

Markmið UMSB 2016-2018 eru:

1. Að UMSB fái viðurkenningu sem Fyrirmyndarhéraðssamband ÍSÍ
 • að UMSB hvetji aðildarfélög sín til að taka upp gæðastaðalinn svo fljótt sem verða má
 • að UMSB móti sér stefnu í eineltis-, forvarnar-,umhverfis- og jafnréttis-málum.
 • að UMSB efli forvarnarstarf
2. Að UMSB sinni reglulegri færniþjálfun fyrir nefndir og stjórnir aðildarfélaga
 • að UMSB útbúi handbók í samstarfi við KPMG um starf gjaldkera ungmennafélaga
 • að UMSB haldi námskeið amk. annað hvert ár fyrir nefndar – og stjórnarmeðlimi aðildarfélaga
3. Að allir á starfssvæði UMSB stundi einhverja skipulagða líkamsrækt eða félagsstarf
 • að aðstoða aðildarfélögin við að útbúa og innleiða aðgerðaráætlun til eflingar þátttöku stúlkna í íþrótta- og tómstundastarfi
 • að efla fjölbreytni í starfi eldri kynslóðarinnar
 • að UMSB verði leiðandi í innleiðingu óhefðbundinnar hreyfingar og félagsstarfi
 • að UMSB efli samstarf aðildarfélaganna til þess að nýta sameiginlega þjálfara
4. Að efla starfsemi þjónustumiðstöðvar UMSB
 • að kynna hlutverk sambandsins fyrir almenningi og aðildarfélögum
 • að halda úti virkri heimasíðu sambandsins
 • að kynna starfsemi aðildarfélaganna fyrir almenningi

Markmið UMSB 2019-2023 eru:

 1. Að efla verkefni sambandsins og skjóta þannig styrkari stoðum undir fjárhagslega starfsemi þess.
 2. Að UMSB reki þjónustumiðstöð sem tengir saman aðildarfélög og almenning.
 3. Að öll aðildarfélög UMSB fái aðstöðu til að iðka sína íþrótt eða félagsstarf.