September, 2023
21sept17:3019:30Fjölskyldudagur kkd. Skallagríms17:30 - 19:30 Fjósið
Nánari upplýsingar
Fimmtudaginn 21. september verður körfuknattleiksdeild Skallagríms með húllum hæ í Fjósinu.Seldar verða grillaðar pylsur, nammi, gos, candy floss og Skallagrímsvarningur á vægu
Meira
Nánari upplýsingar
Fimmtudaginn 21. september verður körfuknattleiksdeild Skallagríms með húllum hæ í Fjósinu.
Seldar verða grillaðar pylsur, nammi, gos, candy floss og Skallagrímsvarningur á vægu verði!
Leikmenn meistaraflokks Skallagríms verða á svæðinu og spjalla og gleðja unga sem aldna stuðningsmenn!
Afhentar verða pantanir frá Errea frá búningamátuninni.
Klukkan 18:40 hefst svo kynning á leikmönnum meistaraflokks karla og í framhaldinu verður æfingaleikur þar sem grænir mæta gulum.
Í hálfleik mun vera skotkeppni á milli Steypustöðvarinnar og Borgarverk. Megi sterkasti styrktaraðilinn vinna
Hvetjum alla til að koma og hitta leikmennina okkar, sjá þá takast á og styrkja deildina í leiðinni.
Sala á Árskortum hefst einnig á fimmtudaginn.
Ekki missa af þessu – fyllum Fjósið – láttu sjá þig!
Klukkan
(Fimmtudagur) 17:30 - 19:30
Staðsetning
Fjósið
Skipuleggjandi
Körfuknattleiksdeild Skallagríms