*Smá villa læddist með fyrri útgáfu, búið er að leiðrétta hana í þessari útgáfu sem hér birtist*
Æfingatafla Umf. Reykdæla fyrir vorönn 2024 er tilbúin og tekur almennt gildi 8. janúar, en æfingar hjá Guðjóni eru hafnar.
Gaman er að segja frá því að badminton verður nú í boði fyrir 1.-4. bekk á föstudögum en Guðmundur Freyr Kristbergsson stýrir æfingum.
Fimleikar hefjast aftur þann 23. janúar og standa æfingar yfir í 12 vikur.
Opnað hefur verið fyrir skráningar.
Í fimleikum og badminton er hámarksfjöldi iðkenda og getur því komið til biðlista.
Við minnum á frístundastyrk Borgarbyggðar sem hægt er að nota í skráningarferlinu. Allar skráningar fara fram í gegnum Sportabler:
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á Facebooksíðu Umf. Reykdæla: Ungmennafélag Reykdæla | Facebook
Deildu þessari frétt