Sunddeild Skallagríms í þriðja sæti á Opna Íslandsmótinu í Garpasundi 2025

Ungmennasamband Borgarfjarðar Sund

Gæti verið mynd af 1 einstaklingur, swimming og Sundlaug

 

Það var 14 manna hópur frá Sunddeild Skallagríms sem tók þátt í Opna Íslandsmótinu í Garpasundi (25 ára og eldri) sem fram fór á Ásvöllum um nýliðna helgi. Það er langt síðan svo fjölmennur hópur hefur keppt á Garpamótinu, ef nokkurn tíma, en mikill vöxtur hefur verið í garpasundinu undanfarin ár – enda sund frábær alhliða hreyfing sem allir geta stundað. Þessi vaska sveit Skallagríms gerði sér lítið fyrir og var í þriðja sæti í stigakeppninni en alls voru 10 lið skráð til keppni að þessu sinni, þar af eitt frá Austurríki. Það var Sundfélag Hafnarfjarðar sem bar sigur úr býtum, en þau voru með ríflega 100 keppendur og í öðru sæti varð Sunddeild Breiðabliks með um 70 keppendur. Það setur glæsilegan árangur Skallagríms í aðeins annað samhengi.

Gæti verið mynd af 4 manns og people swimming

Allir í liðinu syntu til stiga fyrir félagið, sem er frábærlega vel gert. Um helmingur hópsins var að taka þátt í þessu móti í fyrsta sinn, og sumir að keppa á íþróttamóti í fyrsta sinn á ævinni! Enn aðrir að dusta rykið af sundhettunni eftir 30 ára pásu. Einnig var meðal keppenda kona með barn á brjósti, sem skaust í Hafnarfjörðinn á milli gjafa til að synda tvö sund!

Eitt garpamet, þrír Íslandsmeistarar og fjöldi verðlauna!

Guðmunda Ólöf Jónasdóttir setti nýtt garpamet í 50 metra skriðsundi og vann til gullverðlauna í sínum aldursflokki í þeirri grein. Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir synti til gullverðlauna í sínum flokki í 50 metra baksundi á frábærum tíma. Þá synti Hugh David Jacobs til gullverðlauna í 100 metra bringusundi í flokki karla á aldrinum 35-39 ára. Hugh vann einnig silfur í 50 metra bringusundi og brons í 50 metra skriðsundi og 200 metra bringusundi. Glæsilegur árangur hjá Hugh.

Gæti verið mynd af 2 manns og people swimming

Önnur boðsundssveitin í 4*50 metra skriðsundi kvenna vann til silfurverðlauna en hana skipuðu þær Guðmunda Ólöf Jónasdóttir, Hanna Sigga Kjartansdóttir, Oddný Eva Böðvarsdóttir og Iðunn Hauksdóttir.

Gæti verið mynd af 3 manns og people swimming

Fleiri sem unnu til verðlauna á mótinu að þessu sinni voru:

Iðunn Hauksdóttir: silfur í 50 metra bringusundi og brons í 100 metra bringusundi og 50 metra skriðsundi.

Gæti verið mynd af 3 manns og people swimming

Oddný Eva Böðvarsdóttir: silfur í 100 metra fjórsundi.

Gæti verið mynd af 1 einstaklingur, swimming og Sundlaug

 

Bjarni Tryggvason: silfur í 100 metra bringusundi og brons í 50 metra skriðsundi.

Gæti verið mynd af 2 manns

Hanna S. Kjartansdóttir: Silfur í 50 metra flugsundi og 50 metra skriðsundi.

Rannveig Rögn Leifsdóttir: brons í 100 metra skriðsundi.

Harpa Dröfn Skúladóttir: brons í 50 metra flugsundi.

Gæti verið mynd af ‎2 manns, people swimming og ‎Texti þar sem stendur "‎مة ح حم arena errea erTea SN HANNA SIGGA HAPPADROFN HAPPA DROFN SUNDDEILD SUNDDEILD‎"‎‎

Þá synti Silja Eyrún Steingrímsdóttir í flestum greinum allra á mótinu eða alls 8 og með flottar bætingar, sérstaklega í 100 metra fjórsundi, 50 metra bringusundi og 200 metra bringusundi. Hún rakaði inn flestum stigum fyrir Skallagrímskonurnar á mótinu.

Friederike Dima Danneil var í fjórða sæti í 800 metra skriðsundi eftir vel útfært og mjög gott sund. Friederike bætti sig einnig í 50 metra skriðsundi, 50 metra flugsundi og 100 metra bringusundi.

Gæti verið mynd af 1 einstaklingur og swimming

Nýliðarnir Helga Margrét Friðriksdóttir og Guðlaug Gunnarsdóttir áttu stórgott fyrsta IMOC og létu ekkert stoppa sig! Helga keppti í 100 metra bringusundi og 50 metra skriðsundi og hafnaði í fjórða sæti í báðum greinum. Guðlaug synti 50 metra skriðsund og 50 metra bringusund og endaði í 6. sæti í báðum greinum.

Þá náðu Skallagrímskonurnar í þrjár boðsundssveitir, ein sem landaði silfri og tvisvar voru þær í 5. sæti. Það er mjög góður árangur en sjaldan eða aldrei hafa verið jafn margar boðsundssveitir á IMOC og í ár.

Sunddeild Skallagríms hefur verið með reglulegar garpaæfingar í vetur og þetta mót er eins konar uppskeruhátíð vetrarins og endar með glæsilegu lokahófi. Það er gaman að sjá persónulegar framfarir og bætingar, en ekki síður er mikilvægt og ómetanlegt að fylgjast með gleðinni sem er allsráðandi og margir eru að yfirstíga persónulegar áskoranir í góðum og þéttum hópi félaga og vina. Sunddeild Skallagríms tekur fagnandi á móti fleiri iðkendum og hvetur alla þá sem langar að prófa að láta verða að því og taka þátt í frábærum félagsskap og í leiðinni stunda holla og góða alhliða hreyfingu.

 

Úrslit mótsins voru annars sem hér segir:

Sundfélag Hafnarfjarðar – 2810 stig

Sunddeild Breiðabliks – 2759

UMF Skallagrímur – 203

Íþróttabandalag Reykjanesbæjar – 133

Sundfélag Akraness – 104

Sundfélagið Ægir – 80

ASV Wien – 43

Íþróttafélagið Fjörður – 27

UMF Snæfell – 18

 

Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir frá mótinu:

 

Gæti verið mynd af 10 manns og people swimming

Gæti verið mynd af 3 manns og people swimming

 

Gæti verið mynd af 8 manns, people swimming og Sundlaug

 

Gæti verið mynd af 12 manns og people swimming

 

Gæti verið mynd af 6 manns, people swimming og Texti þar sem stendur "AKURLERAR Maldar mea BİLALEIGA AKUREYRAR Europcar IMCC IM ICELANDIC CELANDICMASTERS MASTER"

Gæti verið mynd af 4 manns, skegg og texti

Gæti verið mynd af 6 manns, activewear og texti

Gæti verið mynd af 2 manns og people swimming

Gæti verið mynd af 2 manns og people swimming

Deildu þessari frétt