Bjarki Pétursson,íþróttamaður Borgarfjarðar 2019 Íslandsmeistari í golfi 2020

Ungmennasamband Borgarfjarðar Almennt

Bjarki Pétursson,íþróttamaður Borgarfjarðar 2019 varð í gær Íslandsmeistari í golfi. Hann lék mjög vel á samtals 13 höggum undir pari, sem er nýtt mótsmet.

Bjarki lék lokadag mótsins á 68 höggum og sigraði af miklu öryggi. Næstu menn luku keppni á fimm höggum undir pari. Hann hafði tveggja högga forystu fyrir lokadaginn og hafði sama forskot eftir tólftu holu. Sinni dagurinn var glæsilegur hja honum þar sem hann fékk fimm fugla í röð. Hann fékk síðan skolla á 17. holu en fékk fugl á lokaholunni og setti þar með nýtt mótsmet.Ungmennasamband Borgarfjarðar óskar Bjarka innilega til hamingju.

 

 

Deildu þessari frétt