Ritaraborðsnámskeið!

Ungmennasamband Borgarfjarðar Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Skallagríms ætlar að halda ritaraborðsnámskeið fyrir alla áhugasama og vonumst við til að sjá sem flesta.

Á námskeiðinu verður farið yfir hlutverk hvers og eins á ritaraborði og skoðað hvað hver og einn þarf að kunna og geta svo það hjálpi flæði leiksins.

Til að körfubolti geti farið fram þarf að vera ritaraborð og því hæfari einstaklingar sem á því sitja því betra, jafnt fyrir iðkendur sem áhorfendur leiksins.

Námskeiðið verður í Matsal Grunnskólans í Borgarnes 24. sept kl 19:30

Það er fyrir alla áhugasama, börn sem fullorðna, iðkendur, foreldra, skyldmenni og aðra áhugasama um körfuknattleik.

Kjörið tækifæri til að kynna körfubolta frá nýju sjónarhorni og ef áhugi sé fyrir því geta þeir sem mæta fengið að vera með okkur á leikjum vetrarins sem verða líklega hátt í 100 talsins áður en tímabilinu lýkur í vor.

Leiðbeinendur eru FIBA vottaðir ritaraborðsmenn!

Deildu þessari frétt