ÍÞRÓTTAFATASKIPTIMARKAÐUR UMSB – LÍF Í TUSKUNUM!

Ungmennasamband Borgarfjarðar Reykdælir, UMSB

Íþróttaskiptimarkaður var haldinn í gær í Hjálmakletti. Þarna kom fólk með föt sem það var hætt að nota og fann sér önnur föt í staðinn. Heimilt var að taka eins mikið af flíkum og viðkomandi vill. Það var ekki skylda að hafa komið með flíkur á markaðinn fyrir að taka föt heim. Þarna var að finna íþróttaskó, íþróttafatnað, úlpur, sundföt sem og venjuleg föt. Óskilamunir sem safnast hafa upp í grunnskólum Borgarbyggðar var safnað sem og úr íþróttahúsinu í Borgarnesi. Gaman var að sjá að fólk gat nýtt sér mikið af þeim fötum sem var í boði. Ljóst er að viðburður sem þessi verður haldinn aftur á næsta ári

Deildu þessari frétt