UMFÍ hefur frá árinu 2012 tekið þátt í evrópskri lýðheilsuherferð undir nafninu Now We Move eða Hreyfiviku UMFÍ. Markmið verkefnisins er að að fá hundrað miljónir fleiri evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020. Rannsóknir sína að einungis þriðjungur íbúa í Evrópu hreyfa sig reglulega. Jafnframt er það markmið verkefnisins að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum reglulega. UMFÍ hvetur alla til að finna sína uppáhalds hreyfingu og stunda hana reglulega eða að minnsta kosti í 30 mínútur daglega.
Það er mjög einfalt að taka þátt í Hreyfiviku UMFÍ með því að gerast boðberi hreyfingar. Hlutverk boðbera er að virkja fólkið í kringum sig, vekja athygli á því sem er í boði tengt lýðheilsu og íþróttum í nærsamfélaginu og standa fyrir viðburðum.
Viðburðir í Hreyfivikunni geta verið af ýmsum toga. Þeir geta falist í opinni æfingu fyrir alla, göngutúrum, ókeypis í sund eða harmonikkuball.
Hreyfivika 28.05 – 3.06 í Borgarbyggð 2018
Mánudagurinn 28. maí
Frítt í sund og í þreksalinn í Borgarnesi
Opið á æfingar hjá Reykdælum
Bröltarar bjóða uppá göngu á Hraunsnefsöxl kl. 18:00. Lagt af stað við Hraunsnef gangan tekur 2 – 3 tíma.
Þriðjudagur 29. maí
Opið á æfingar hjá Reykdælum
Bröltarar bjóða uppá fjörugöngu kl. 18:00. Lagt af stað á Seleyri gangan tekur 1- 2 tíma.
Miðvikudaginn 30. maí
Bröltarar bjóða uppá göngu í Einkunnir kl. 18:00. Lagt af stað við bílastæðið við rjóður tekur 1-2 tíma.
Komdu og prófaðu badminton! Opið að prófa fyrir allan aldur. Börn og ungmenni kl:17:00 og fullorðnir kl:18:00.
Þolfimi (e. Aerobics) og styrktarþjálfun með Aldísi Örnu í íþróttahúsinu á Hvanneyri kl.18:00.
Fimmtudagur 31. maí
Frítt í sund á Kleppjárnsreykjum kl 19-22
Opið á æfingar hjá Reykdælum
Bröltarar bjóða uppá göngu á Kýrmúla lagt af stað kl.18:00. Farið af stað við Mannamótsflöt (Hestháls) gangan tekur 2-3 tíma.
Ringó opinn tími í Ringó komdu og prófaðu! klukkan 20:00.
Föstudagur 1. júní
Kl:18:00 Bröltarar bjóða uppá göngu í Jafnaskarðsskógi lagt af stað frá bílastæðinu við Jafnaskarðsskóg gangan tekur 1-2 tíma.
17. júní hlaup á Varmalandi fyrir 12 ára og yngri klukkan 8:30
Opið í sund á Varmalandi kl: 20:00 – 22:00
Laugardagur 2. júní
Bröltarar bjóða uppá göngu frá Skorradal yfir í Lundareykjadal lagt af stað kl.10. Byrjað á Háafelli í Skorradal endað á Snartarstöðum í Lundareykjadal tekur 4 – 5 tíma.
Kvennahlaup ÍSÍ kl:11:00 á Hvanneyri
Kynnig á frísbígolfi á Hvanneyri kl.13:00 byrjar fyrir utan Ullarselið
Sunnudagur 3. júní
Hjólarar,göngufólk og hlauparar fara saman yfir Skarðsheiðarveg sunnudaginn 3. júní. Allir geta því tekið þátt. Endað verður í Hreppslaug í grilli. Skráning á viðburðinn er hér. https://www.facebook.com/events/176462663190321/
Skarðsheiðarvegur er hin forna þjóðleið milli Leirársveitar og Andakíls, þvert fyrir vesturenda Skarðsheiðarinnar, þ.e. um Miðfitjaskarð milli Skarðsheiðar að austan og Hafnarfjalls og Hrossatungna að vestan. Þegar lagt er upp að sunnanverðu er hægt að velja um 2-3 mismunandi leiðir, en einfaldast er að byrja á Vesturlandsveginum á Skorholtsmelum, rúmum kílómetra sunnan við Fiskilæk í Melasveit. Skorholtsmelar eru jökulruðningurinn milli bæjanna Skorholts og Fiskilækjar, og á umræddum stað liggur svolítill afleggjari til norðurs, þ.e. til hægri ef leiðin liggur frá Reykjavík vestur og norðurum. Fyrstu 5 kílómetrana eða svo liggur leiðin eftir greiðfærum malarvegi um mela og birkikjarr upp að fjallsrótum. Síðan tekur sjálfur heiðarvegurinn við.
Allir þessir viðburðir í heilsuvikunni eru ókeypis!!
Deildu þessari frétt