- sambandsþing UMSB var haldið miðvikudaginn 4. mars í Hjálmakletti í Borgarnesi. Dagskrá þingsins var hefðbundin og í samræmi við lög sambandsins.
Í upphafi þings voru veittir styrkir úr afreksmannasjóði UMSB. Öflugir íþróttamenn fengu styrki úr sjóðnum að þessu sinni það voru þau Alexandrea Guðnýjardóttir kraftlyftingar kona, Birgitta Dröfn Björnsdóttir dansari, Bjarni Guðmann Jónsson, Kristín Þórhallsdóttir kraftlyftingar kona, Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir sundkona og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir körfuboltakona. Í fyrsta skipt síðan sjóðurinn var stofnaður var veittur styrkur til liðs að þessu sinni var það Kvennalið Skallagríms í körfubolta sem hlaut styrk.
Öflugir íþróttamenn fengur styrk úr afreksmannasjóði UMSB
Góðir gestir komu á þingið, þau Hallbera Eiríksdóttir frá UMFÍ og Garðar Svansson frá ÍSÍ. Ávörpuðu þau þingið og veittu góðum sjálfboðaliðum gull og starfsmerki.
Hallbera Eiríksdóttir frá UMFÍ heiðraði tvo fulltrúa sem fengu gullmerki og tvo sem fengu starfsmerki. Gullmerki fékk Flemming Jessen og Guðjón Guðmundsson. Starfsmerki fengu þau Páll Snævar Brynjarsson og Sigríður Bjarnadóttir. Garðar heiðraði einn fulltrúa sem fékk gullmerki það var hann Jakob Skúlason. UMSB vill bera þessum öflugu sjálfboðaliðum bestu þakkir fyrir þeirra störf.
Garðar Svansson og Jakob Skulason
Hallbera Eiríksdóttir og Flemming Jessen
Hallbera Eiríksdóttir og Guðjón Guðmundsson
Hallbera Eiríksdóttir og Sigríður Bjarnadóttir
Hallbera Eiríksdóttir og Páll Snævar Brynjarsson
Þingstörf gengu vel fyrir sig og voru þingfulltrúar ánægðir að sjá að rekstur UMSB sem sjaldan hefur verið jafn sterkur. Mikilvægt er að viðhalda áfram góðum rekstri sambandsins. Samstaða var um þær tillögur sem afgreiddar voru á þinginu og fundarmenn voru sáttir með gott þing. Sveitarfélögum innan UMSB var sérstaklega þakkað fyrir dýrmætan stuðning og gott samstarf á liðnu ári. Stuðningur sem þessi gerir UMSB kleift að halda úti öflugu starfi, samfélaginu öllu til heilla.
Hluti af stjórn UMSB 2021: Sonja Lind Sambandsstjóri, Rakel meðstjórnandi, Rakel Dögg ritari, Borgar Páll vara varasambandsstjóri, Guðrún vara sambandsstjóri og Sigríður gjaldkeri
Landsmót UMFÍ sem frestað við í fyrra vegna Covid 19 verður haldið í sumar en eftir er að ákveða dagsetningu mótsins. Gert er ráð fyrir að það verði gert á næstu vikum.
Á þinginu var kosið í stjórn UMSB. Þeir sem koma nýir inn í stjórn eru þær Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir sem kosin var nýr sambandsstjóri. Nýr ritari var kosinn Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir. Aðrir í stjórn UMSB eru Sigríður Bjarnadóttir er gjaldkeri, Guðrún Þórðardóttir er varasambandsstjóri, Rakel Guðjónsdóttir er meðstjórnandi, Borgar Páll Bragason er vara varasambandsstjóri, Ástríður Guðmundsdóttir er vara ritari og Eyjólfur Kristinn Örnólfsson er varagjaldkeri.
Bestu þakkir fyrir góð störf fá þeir Bragi Þor Svavarsson fráfarandi sambandsstjóri og Bjarni Þór Traustason fráfarandi ritari.
Svipmyndir frá þinginu
Deildu þessari frétt