Formannafundur UMSB var haldinn í UMSB húsinu miðvikudaginn 9. júní. Eftir að búið var að fara í leiki og gæða sér á borgara var lauslega farið yfir starf félaga og deilda. Helsta umræðuefnið var Landsmót UMFÍ 50+ þar sem það verður haldið 27. – 29. ágúst í sumar. Fjölmargar keppnisgreinar verða á mótinu og því þörf á sjálfboðaliðum fyrir mótið. Nú þegar er búið að manna alla sérgreinastjóra sem sjá um hverja grein. Formenn voru staðráðnir í að halda hið glæsilegasta mót í sumar og staka á móti gestum og keppendum með ungmennafélagsandann alsráðandi.
Deildu þessari frétt