Sæl öll
Sportabler er vef – og snallsímaforrit sem gerir skipulagningu og samskipti í íþróttastarfi skilvirkari og einfaldari. Kerfið er ætlað þjálfurum, iðkendum, foreldrum og strfsmönnum íþróttafélaga. Skráning og greiðsla á námskeið/æfingar fer einnig í gegnum forritið. Núna eru flest félög/deildir innan UMSB komin með Sportabler eða eru á leiðinni þangað inn með allt sitt.
Inn á þessum hlekk hér finnið þið ítarlegar leiðbeiningar hvernig á að skrá ykkur inn í kerfið: Sportabler – leiðbeiningar
Hvetjum ykkur til að skoða þetta vel, ef þið lendið samt í vandræðum er hægt að fara inn á http://www.sportabler.com í hægra horninu niðri er spjallgluggi þar sem hægt er að fá aðstoð frá starfsmönnum Sportabler.
Um áramótin breytti Sportabler aðeins umhverfi UMSB í vefversluninni, núna er hver deild/félag með sitt svæði. Áður voru öll námskeið á einum stað og allt í kös.
En þetta þýðir að það eru mismunandi slóðir inn á hverja deild/félög.
Skallagrímur: http://www.sportabler.com/shop/skallagrimur
Reykdælir: http://www.sportabler.com/shop/reykdaelir
Frjálsíþróttafélag Borgarfjarðar: http://www.sportabler.com/shop/fb
Námskeið undir UMSB t.d kenpó : http://www.sportabler.com/shop/umsb
Svo er alltaf velkomið að senda póst á siggadora@umsb.is ef ykkur vantar aðstoð með þetta.
Deildu þessari frétt