Laugardaginn 13. maí hélt Ungmennafélag Reykdæla svokallað Vinamót í sundi á Kleppjárnsreykjum.


Þetta er fjórða árið sem slíkt mót er haldið en á þessu móti koma saman keppendur frá Víking/Reyni á Snæfellsnesi og keppendur frá ungmennafélögum úr Borgarfirði. Að þessu sinni voru rúmlega 60 keppendur skráðir til leiks.



Að loknu vel heppnuði móti bauð Ungmennafélag Reykdæla, keppendum, foreldrum og starfsfólki í pylsupartý við sundlaugina.
Deildu þessari frétt


