September, 2022

15sept19:0021:00360° íþróttamaður19:00 - 21:00 Grunnskólinn í Borgarnesi, Gunnlaugsgata 13

Meira

Nánari upplýsingar

Í þessum fyrirlestri fer Einar Örn sjúkraþjálfari yfir áhrif langvarandi álags á taugakerfið og hvernig hægt sé að vinna að forvörnum þegar kemur að álagsstjórnun og hvernig megi draga úr stoðkerfisvandamálum með sjálfsmeðferðum og betri líkamsvitund.
Margrét Lára sálfræðingur og íþróttafræðingur fer yfir nokkra þætti til að byggja upp andlegan styrk og auka þar með líkurnar á betri andlegri heilsu til þess að takast á við álag, erfiðleika, streitu og mótlæti.
Elísa er næringafræðingur og gaf út bókina Næringin skapar meistarann. Elís mun fjalla um hvað þýðir að eiga í heilbrigðu sambandi við mat? er eitthvað sem heitir fullkomið mataræði? Elísa mun einnig fara yfir leiðir til þess að auðvelda valið þegar kemur að mat og matvælum. Hvernig get ég aukið líkurnar á því að næra mig betur og þar af leiðandi nýta matinn til þess að auka lífsgæði?
Fyrirlesturinn verður haldinn í sal Grunnskólans í Borgarnesi

Klukkan

(Fimmtudagur) 19:00 - 21:00

Staðsetning

Grunnskólinn í Borgarnesi

Gunnlaugsgata 13

Ungmennasamband Borgarfjarðar, kt. 670269-0869
Skallagrimsgata 7a, 310 Borgarnesi
S. 437 1411
umsb(hja)umsb.is
X