September, 2022
23sept(sept 23)00:0030(sept 30)00:00Hreyfivika Evrópu 23. - 30. september00:00 - 00:00 (30)
Nánari upplýsingar
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) hefur líkt og síðastliðin ár hlotið styrk frá Evrópusambandinu í gegnum Erasmus+ styrkjakerfið vegna Íþróttaviku Evrópu. Íþróttavika
Meira
Nánari upplýsingar
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) hefur líkt og síðastliðin ár hlotið styrk frá Evrópusambandinu í gegnum Erasmus+ styrkjakerfið vegna Íþróttaviku Evrópu.
Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Evrópubúar sameinast í vikunni undir slagorðinu #BeActive.
Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.
Almenningsíþróttasvið ÍSÍ mun í samstarfi við íþróttahéruð landsins skipuleggja íþróttaviku Evrópu um allt land og vonandi á sem flestum stöðum. Það er ÍSÍ mikilvægt að fá sem flest íþróttahéruð til liðs við verkefnið til að ná að hvetja sem flesta landsmenn til að hreyfa sig og finna sér hreyfingu við hæfi, alla ævi.
Eftir Covid þá hefur orðið mikil vitundavakningu um lýðheilsu og við ætlum að nýta okkur þann meðbyr.
Á heimasíðu Beactive www.beactive.is má sjá dagskrá viðburða og fræðandi greinar.
#beactiveicland er líka á instagram
Klukkan
23 (Föstudagur) 00:00 - 30 (Föstudagur) 00:00