Gísli V. Halldórsson

Í dag fer fram útför  Gísli V. Halldórssonar sem lést þriðjudaginn 24. febrúar. Gísli var sannur  ungmennafélagsmaður sem tók virkan þátt í starfi UMSB sem og aðildarfélaga. Gísli var meðstjórnandi í stjórn UMSB 1971-1973. Gísli sinnti fjölmörgum störfum inna hreyfingarinnar var meðal annars formaður Skallagríms um tíma. Gísli kom að framkvæmd Húsafellsmótanna  sem haldin voru um verslunarmannahelgina á árunum 1967 til 1976. Á haustdögum 2018 voru þeir félagar Gísli V. Halldórsson, Ófeigur Gestsson, Jón G. Guðbjörnsson og Hjörtur Þórarinsson kallaðir saman til að segja frá hátíðinni. Skessuhorn var með til að skrásetja frásögnina sem hægt er að lesa hér https://umsb.is/umsb/um-sambandid/ Einnig er hægt að lesa frétt sem var birt á vef UMSB hér https://umsb.is/almennt/husafellsmotin/ þegar þeir félaga voru kallaðir saman.

Ungmennasamband Borgarfjarðar sendir fjölskyldu Gísla innilegar samúðarkveðjur.

 

 

Myndir frá því að þeir félagar hittust til að ræða við UMSB og Skessuhornið um Húsafellshátíðina.