Hin árlegur 17 júní hátíðarhöld á vegum UMFR
Hæ hó jibbí jei og jibbí ja jei 17. júní nálgast óðfluga og verður hátíðardagskrá af því tilefni eins og hefðinni sæmir.
Riðið verður til hátíðarmessu í Reykholti sem hefst kl 11:00. Farið verður frá Gróf kl 10:00 og frá Hofstöðum kl 10:15
Hangikjötsveisla verðu síðan í Logalandi kl 13:00
Fullorðnir 2500
6-14 ára 1500
Í Logalandi verður flutt hátíðarræða, fjallkonan mun ávarpa okkur, farið verður í leiki og karamelluflugvélin sívinsæla mætir á svæðið.
Síðast en ekki síst verða krakkarnir sem stundað hafa íþróttir sem Ungmennafélag Reykdæla stendur fyrir verðlaunuð fyrir þátttöku í vetur og íþróttamaður UMFR verður krýndur.
17. júní nefnd Ungmennafélags Reykdæla
Deildu þessari frétt