Afsökunarbeiðni

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Þau leiðu mistök urðu á kjöri Íþróttamanneskju Borgarfjarðar í gær að það láðist að veita Eiríki Frímanni Jónsson viðurkenningu fyrir val í Landslið árið 2025.

Eiríkur var valinn í U-18 ára landslið Íslands í körfuknattleik og spilaði með þeim á NM í Svíþjóð.

Um leið og við biðjumst innilegrar afsökunar á þessum mistökum þá óskum við Eiríki innilega til hamingju með landsliðsvalið og hlökkum til að fylgjast með honum í framtíðinni.

Deildu þessari frétt