Svala Svavarsdóttir, gjaldkeri UMSB, lést þann 22. september sl.
Svala kom sem gjaldkeri inn í stjórn UMSB árið 2024 og setti strax mark sitt á starf sambandsins enda Svala mjög orkumikil og alltaf stutt í hláturinn. Með fráfalli Svölu hefur stórt skarð verið hoggið í stjórn og starfsemi UMSB.
Útför Svölu fer fram á morgun, fimmtudaginn 2. október kl.13:00 frá Grafarvogskirkju.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en fyrir þau sem vilja minnast Svölu hefur verið stofnaður framtíðarsjóður fyrir börnin hennar:
Reikn.nr: 0370-22-119977
Kt.311075-5199
Við sendum fjölskyldu og vinum Svölu, og þá sérstaklega börnunum hennar, okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Stjórn UMSB
Deildu þessari frétt