Dagur sjálfboðaliðans

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Í dag 5. desember er Dagur sjálfboðaliðans og vill UMSB af því tilefni þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem hafa haldið uppi íþrótta- og ungmennastarfi innan hreyfingarinnar í gegnum tíðina.

Mannauðurinn sem UMSB býr yfir sást vel þegar Unglingalandsmót UMFÍ var haldið í Borgarbyggð um verslunarmannahelgina. Það hefði aldrei gengið jafn vel og raun bar vitni án allra þeirra fjölmörgu sjálfboðaliða sem lögðu hönd á plóg.

 

Takk sjálfboðaliðar!

 

Deildu þessari frétt