100.sambandsþing UMSB var haldið þann 31.mars síðastliðin.
Það má segja að þingið í ár hafi verið tileinkað endurbótum á siðareglum UMSB.
Í takt við tíðarandann í samfélaginu fannst okkur tilvalið að endurskoða og uppfæra siðareglur UMSB, tókum upp siðareglur UMSB um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi og samþykktum við einnig hegðunarviðmið fyrir þjálfara, iðkendur, stjórnarmeðlimi, starfsmenn og foreldra/forsjáraðila.
Var þetta samþykkt samhljóða á sambandsþingi UMSB sem þýðir að öll aðildarfélög UMSB hafa ákveðið að vinna eftir þessu og kynna fyrir sínum iðkendum, starfsmönnum, þjálfurum, foreldrum/forsjáraðilum.
Ef þið viljið kynna ykkur þetta betur sem við mælum með að þið gerið, getið þið ýtt á þennan hlekk hér: https://umsb.is/umsb/stefnur-umsb/
Einnig var samþykkt á þinginu að öll mál er varða andlegt, líkamlegt og kynferðilsegt ofbeldi og áreitni, einelti og önnur sambærileg tilvik sem hafa komið upp á vettvangi íþrótta- eða æskulýðssstarfs skulu tilkynnt til Samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.
Samskiptaráðgjafi er óháður aðilli sem styður við, leiðbeinir og aðstoðar þá sem hafa upplifað einhverskonar ofbeldi eða einelti í íþrótta og æskulýðsstarfi. Nánari upplýsingar finnið þið hér: www.samskiptaradgjafi.is
Á sambandsþinginu var einnig ákveðið að til þess að aðildafélög eigi rétt á starfsstyrk frá Borgarbyggð og UMSB þurfa félög og deildir innan UMSB að skila á skrifstofu UMSB undirrrituðum eyðublöðum um heimild til sakavottorðsöflunar frá þjálfurum, stjórnarmeðlimum og sjálfboðaliðum sem fara í gistiferðir með börnum og ungmennum.
Við hjá UMSB erum mjög ánægð með framkvæmd og afrakstur þingsins og viljum þakka þeim sem tóku þátt í þessu með okkur.
Deildu þessari frétt