Kjör Íþróttamanneskju Borgarfjarðar 2024 fór fram við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti í dag, 19. janúar.
Íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2024 var útnefnd Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir en hún stimplaði sig inn sem einn af fremstu sleggjukösturum heims á síðasta ári.
Hlaut Guðrún Karítas 9,6 stig í kjörinu.
Í 2. sæti var Kristín Þórhallsdóttir fyrir kraftlyftingar og Helgi Guðjónsson í því þriðja fyrir knattspyrnu.
Nánari umfjöllun og myndir frá athöfninni koma inn síðar.
Deildu þessari frétt