UMSB hefur undafarin ár tekið þátt í hreyfiviku UMFÍ sem haldin er árlega. Hreyfivikan er árleg lýðheilsuherferð og hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka þátt í hreyfingu
og íþróttum. Allt um hreyfiviku má finna inn á hreyfivika.is.
Hreyfivika UMSB er unnin í samstarfi við heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð. Meginmarkmið með Heilsueflandi samfélagi er að heilsa og líðan allra íbúa sé í fyrirrúmi. Því eiga þessi verkefni afar vel sama.
Íbúar eru hvattir til að nýta sér þá viðburði sem eru í boði þessa vikuna. Allir viðburðir eru fríir! Frekari upplýsingar og fréttir verða einnig á facebook síðu UMSB
Myndir frá Hreyfiviku 2018
Deildu þessari frétt