Íslandsleikar Selfoss 2025

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Íslandsleikarnir verða haldnir á Selfossi dagana 29. – 30. mars 2025.

Leikarnir eru fyrir þau sem ekki finna sig í hefðbundnu íþróttastarfi og/eða eru með stuðningsþarfir. Keppt verður í fimm íþróttagreinum (körfubolta, fótbolta, handbolta, fimleikum og frjálsum íþróttum) en einnig verða opnar æfingar í þessum sömu greinum. Hægt er að skrá lið en einnig er hægt að skrá einstaklinga sem verður þá raðað saman í lið. Boðið verður upp á gistingu í skólastofum bæði föstudags- og laugardagskvöld.

Þátttökugjald er 5000 kr. en auk íþróttanna verður skemmtileg dagskrá í boði á leikunum, t.d. sundlaugapartý, leikir og pizzuveisla.

Skráning fer fram hér: https://www.abler.io/shop/umfi/radstefna

 

Deildu þessari frétt