Íþróttamaður Borgarfjarðar 2016 er Sigrún Sjöfn Ámundadóttir

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir körfuknattleikskona í Skallagrím er íþróttamaður ársins 2016. Sigrún er vel að þessum titli komin, en hún hefur staðið sig frábærlega með landsliði íslands í körfuknattleik ásamt því að hún er lykilleikmaður í úrvalsdeildarliði Skallagríms.

Þeir sem tilnefndir voru í kjörinu til íþróttamanns ársins að þessu sinni voru: Birgitta Dröfn Björnsdóttir fyrir dans, Daði Freyr Guðjónsson og Marta Carrasco fyrir dans, Flosi Ólafsson fyrir hestaíþróttir, Guðmunda Ólöf Jónasdóttir fyrir sund, Heiðar Árni Baldursson og Logi Sigurðsson fyrir bridge, Helgi Guðjónsson fyrir knattspyrnu, Ingibjörg Rósa Jónsdóttir fyrir badminton, Konráð Axel Gylfason fyrir hestaíþróttir, Máni Hilmarsson fyrir hestaíþróttir, Ríta Rún Kristjánsdóttir fyrir skotfimi, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fyrir körfuknattleik, Sigursteinn Ásgeirsson fyrir frjálsar íþróttir og Sölvi G. Gylfason fyrir knattspyrnu.

Úrslitin í kjörinu fóru þannig að íþróttamaður ársins er Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, 

 2. sæti Helgi Guðjónsson                                                                                                                                                                                                      3. sæti Daði Freyr Guðjónsson og Marta Carrasco                                                                                                                                                                  4. sæti Flosi Ólafsson                                                                                                                                                                                                              5.sæti Konráð Axel Gylfason

Við þetta tækifæri voru einnig veittar viðurkenningar til þeirra sem áttu sæti í landsliði á árinu 2016, en það voru 13 flottir íþróttamenn sem hlutu þær viðurkenningar;

Bjarki Pétursson – Landsliðið í Golfi   

Birgitta Dröfn Björnsdóttir – landslið 14-15 ára ungmenna í dansi

Daði Freyr Guðjónsson- Landslið í Dansi

Eyjólfur Ásberg Halldórsson – landslið U18 í körfuknattleik

Harpa Hilmisdóttir- Landslið í Badminton

Heiðar Árni Baldursson – landslið í bridge

Helgi Guðjónsson- Landslið í U-17 Knattspyrnu

Jóhanna Björk Sveinsdóttir – Landslið í körfuknattleik

Konráð Axel Gylfason- Landslið Hestamanna

Logi Sigurðsson – landslið í bridge

Ragnheiður Benónýsdóttir – landslið í körfuknattleik

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir – landslið í körfuknattleik

Sigurður Aron Þorsteinsson – landslið U15 í körfuknattleik

 

Að þessu sinni veittu nokkur aðildarfélög UMSB sínu íþróttafólki viðurkenningar og einnig var úthlutað úr minningarsjóði Auðunns Hlíðkvist Kristmarssonar, en það var Marinó Þór Pálmason sem hlaut þann heiður að þessu sinni.

Við óskum öllum verðlaunahöfum til hamingju með flottan árangur á árinu 2016 og óskum þeim jafnframt áframhaldandi velgengni á komandi árum.

 

 

Deildu þessari frétt