Íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2025 – tilnefningar óskast

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

UMSB óskar eftir ábendingum frá almenningi um íþróttafólk sem þykir hafa náð góðum árangri eða skarað fram úr í sinni íþróttagrein á árinu 2025.

Viðkomandi þarf að stunda sína íþrótt með aðildarfélagi UMSB eða eiga lögheimili á sambandssvæði UMSB á því ári sem kjörið nær til.

Hér má finna reglugerð um kjör íþróttamanneskju ársins: Reglugerd-um-ithrottamanneskju-Borgarfjardar-endurskodud-2024.pdf

 

Ábendingar skulu berast á rafrænu eyðublaði sem má nálgast hér: https://forms.gle/upwhwJtqm7MqRZQEA

 

Tilnefningar þurfa að berast fyrir þann 9. janúar nk.

Hægt er að fá nánari upplýsingar eða aðstoð við útfyllingu tilnefningar hjá framkvæmdastjóra UMSB í gegnum netfangið bjarney@umsb.is

 

Deildu þessari frétt