Ljúflingamót TBR

Ungmennasamband Borgarfjarðar Badminton, UMSB

Það voru vaskir krakkar frá badmintondeild Skallagríms sem mættu á Ljúflingamót TBR s.l. laugardag.

Keppt var í flokkum u-9 og u-11 og stóðu þau sig öll ótrúlega vel, bæði innan vallar og utan. Aðalatriðið er að vera með en það var virkilega skemmtilegt að sjá þau eflast með hverjum leik og fá betri skilning á leiknum. Það verður gaman að fylgjast með þessum krökkum í framtíðinni.

Hér má sjá nokkrar svipmyndir frá mótinu.

                          

   

Deildu þessari frétt