Á formannafundi UMSB var tekin sú ákvörðun að öll aðildarfélög innan UMSB yrðu í eins yfirbúningum sem væru merktir UMSB og síðan aðildarfélaginu. Nú stefna vonandi margir á Unglingalandsmótið á Sauðárkróki í sumar og það væri frábært ef flestir ef ekki allir gætu verið komnir í UMSB yfirhafnirnar. Hægt er að fá boli, íþróttagalla, peysur, yfirhafnir o.fl. þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Þessi mátun er ekki endilega bara fyrir þau sem eru að æfa hjá Reykdælum heldur alla sem eru aðilar innan UMSB.
Hægt er að fá UMSB merkið á ermina og UMFR merkið okkar á brjósið, hægt er að setja bæði eða hvorugt allt eftir því hvað þið viljið.
Íris á Kjal er með búningana og pöntunareyðublöðin niðri í sundlaug og er ykkur frjálst að koma þangað á morgun fimmtudag og föstudag frá kl 9-18 til að máta og panta
Endilega gefið ykkur tíma til að kíkja við þegar þið sækjið krakkana á æfingar eða ef þið eigið leið hjá einnig verður alltaf hægt að panta á skrifstofu UMSB í Borgarnesi.
Kær kveðja
Stjórn UMF Reykdæla og Íris
Deildu þessari frétt