Á formannafundi UMSB var tekin sú ákvörðun að öll aðildarfélög innan UMSB yrðu í eins yfirbúningum sem væru merktir UMSB og síðan aðildarfélaginu. Nú stefna vonandi margir á Unglingalandsmótið á Sauðárkróki í sumar og það væri frábært ef flestir ef ekki allir gætu verið komnir í UMSB yfirhafnirnar. Hægt er að fá boli, íþróttagalla, peysur o.fl. þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Þessi mátun er ekki endilega bara fyrir þau sem eru að æfa hjá Íslending, þau sem æfa t.d. fótbolta, körfubolta eða sund hjá Skallagrím eru velkomin líka, einnig höfum við frétt það að hestamannafélögin ætla að vera með í yfirhafnakaupum líka, er ekki Landsmót hestamanna í sumar?
Sólrún Halla verður í íþróttahöllinni á Hvanneyri í kvöld (mánudagskvöld) kl. 20 – 21 og síðan aftur á miðvikudagskvöldið kl. 20 – 21. Aukatímasetning á búningamátun: miðvikudag kl. 16:30 – 17:30 á sama tíma og boltaæfing er úti á velli.
Endilega látið sjá ykkur ef þið hafið áhuga á að kaupa svona galla, það er svo gaman þegar allir eru eins á stórum mótum.
Kær kveðja
Stjórn Umf. Íslendings og Sólrún Halla
Deildu þessari frétt