UMSB kynnir nú til sögunnar nýja æfingagalla fyrir alla félaga á sambandssvæðinu. Um er að ræða vörur frá Jako og er aðalliturinn blár með gulri rönd, ásamt því að merki viðkomandi ungmennafélags verður merkt á.
Athugið að hér er um æfingagalla að ræða en ekki keppnisbúninga, sem eru hver með sínu sniði allt eftir því um hvaða íþróttagrein er að ræða.
Mátunardagur fyrir allar deildir UMF. Skallagríms verður í Íþróttamiðstöðinni mánudaginn 30. júní milli klukkan 18 og 20. Þar geta iðkendur mátað og skoðað gallana og teknar verða niður pantanir.
Áætlað er að fá búninga afhenta fyrir Unglingalandsmót UMFÍ í byrjun ágúst.
Ef vel tekst til og iðkendur allra deilda Skallagríms velja þennan galla, er hægt að skapa heildstæða umgjörð um öll keppnislið allra deilda , auk þess sem mikil hagræðing felst í því fyrir iðkendur og foreldra að hægt verður að nota þennan galla óháð því í hvaða íþróttagrein er verið að keppa. Þannig geta krakkar sem æfa margar íþróttagreinar notað einn og sama gallann.
Deildu þessari frétt