Öll íþróttahús Borgarbyggðar loka kl.16 í dag, 5. febrúar, vegna veðurs

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Frá og með klukkan 16 í dag (5. febrúar) er íþróttahúsið í Borgarnesi og aðrar íþróttamiðstöðvar í Borgarbyggð lokaðar og búið er að fella niður allar æfingar á stundatöflu.

Að öllu óbreyttu er stefnt að því að opna aftur kl.13:00 á morgun, 6. febrúar.

Íbúar eru hvattir til að fara varlega og halda sig heima á meðan veðrið gengur yfir.

Deildu þessari frétt