Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Afrekssjóð UMSB fyrir árið 2025.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja afreksfólk, einstaklinga eða hópa innan UMSB sem náð hafa
framúrskarandi árangri í íþrótt sinni.
Félagar innan aðildarfélaga UMSB sem hafa keppt fyrir sitt aðildarfélag á
árinu eða eiga lögheimili í sveitarfélagi á sambandssvæði UMSB geta hlotið styrk úr
sjóðnum.
Umsóknir skulu berast fyrir 15. apríl nk.
Sótt er um á rafrænu formi í gegnum eftirfarandi hlekk:
https://forms.gle/ebVQeSgr2v9gCTH46
Hægt er að hafa samband við framkvæmdastjóra UMSB í gegnum netfangið bjarney@umsb.is fyrir nánari upplýsingar eða aðstoð við umsóknina ef einhver vandamál kunna að koma upp.
Deildu þessari frétt