15 tilnefningar bárust til Íþróttmanneskju Borgarfjarðar 2024 en á sambandsþingi UMSB 2024 var ákveðið að fimm manna valnefnd sem skipuð er af stjórn UMSB, sambandsþingi UMSB og sveitarfélögunum þremur sem að kjörinu standa myndi fara yfir þær tilnefningar sem berast og velja tíu efstu sem færu svo áfram í atkvæðagreiðslu til stjórnar UMSB og aðildarfélaga og deilda.
Af þeim tíu verður svo Íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2024 útnefnd við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti þann 19. janúar nk. kl.15:00.
Tíu efstu í stafrófsröð eru:
Bjarki Pétursson – golf

Mynd/seth@golf.is
Bjarki endaði í tíunda sæti á heimslista Next Golf tour, sem var nýjung spiluð í lok 2023 og byrjun 2024. Þetta er ný mótaröð sem byggist alfarið á hermagolfi og eru um 1000 keppendur sem fá þáttökurétt í hverju móti.
Bjarki endaði í öðru sæti á Ecco Tour Spanish Open og var fjórum sinnum meðal10 efstu á Nordic league 2024. Þá lék hann á 59 höggum í opnu móti á golfvellinum Glanna. En ekki er vitað til þess að nokkur hafi leikið undir 60 höggum í golfmóti á Íslandi áður.
Bjarki er þriðji efsti íslenski kylfingurinn á heimslista árið 2024.
Bjarni Guðmann Jónsson – körfuknattleikur

Flosi Ólafsson – hestaíþróttir

Ljósmynd/Petra Lönnqvist
Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir – sund

–
Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir – frjálsar íþróttir
Guðrún Karítas æfir og nemur við VCU háskólann í Richmond. Guðrún Karítas byrjaði árið 2024 af miklum krafti, og þríbætti Íslandsmet sín í lóðkasti (9,08kg). Lengsta kastið á tímabilinu varð 22.40 sem er rúmlega 2ja metra bæting frá árinu áður.
Hún fékk þáttökurétt í lóðkasti á háskólameistaramótinu innanhúss (16 bestu á tímabilinu) og endaði þar í 4. sæti. Í sleggjukastinu bætti hún sig um rúma 4 metra og kastaði lengst 69,76m sem tryggði henni þátttökurétt inn á svæðismeistaramót austurstrandarinnar. Þar lenti hún í 1. sæti sem tryggði henni rétt til þátttöku á bandaríska háskólameistaramótinu, endaði hún í 5. sæti af 24 keppendum.
Guðrún Karítas á í dag lengsta kast kvenna í lóðkasti og næstlengsta kast kvenna í sleggjukasti.
Guðrún Karítas fékk þátttökurétt fyrir hönd Íslands á EM í Róm og hafnaði þar í 17. sæti af 30 keppendum. Hún er sem stendur í 55. sæti á heimslistanum í sleggjukasti kvenna og 30. sæti á sama lista fyrir Evrópu.
Heiður Karlsdóttir – körfuknattleikur
Heiður spilaði með Fjölni í efstu deild á Íslandi fram á vorið 2024 en flutti þá til Bandaríkjanna. Heiður fékk tilboð frá 35 skólum í bandaríska háskólaboltanum en valdi að lokum Wyoming háskólann og gekk til liðs við Wyoming Cowgirl háskólaliðið.
Heiður spilaði með U- 20 landsliði Íslands á Norðurlandamótinu og Evrópumótinu síðastliðið sumar auk þess sem hún var boðuð á æfingar með A-landsliðinu.
Helgi Guðjónsson – knattspyrna
Helgi er leikmaður Víkings Reykjavík sem urðu á árinu Reykjavíkurmeistarar og Meistarar meistaranna. Vikingur varð í öðru sæti áÍslandsmótinu og spiluðu til úrslita í Bikarkeppni KSÍ, fimmta árið í röð. Víkingur náði á árinu sögulegum árangri í Evrópukeppninni sem sér enn ekki fyrir endann á en þeir eru komnir í umspil á móti Pabathinaikos frá Grikklandi um að komast í 16 liða úrslit í Sambandsdeild Evrópu.
Víkingar spiluðu á árinu samtals 61 leik og var Helgi eini leikmaður Víkings sem kom við sögu í öllum leikjum liðsins. Helgi var markahæstur Víkinga og fimmti markahæsti leikmaður Íslandsmótsins með 11 mörk. Hann skoraði í öllum keppnum á tímabilinu 2024 samtals 22 mörk og átti 15 stoðsendingar. Hann er einnig markahæstur Víkinga þegar allar keppnir eru taldar saman. Helgi er nú sem stendur þriðji markahæsti leikmaður í sögu Víkings frá upphafi.
Hilmar Elías Hilmarsson – knattspyrna
Borgnesingurinn Hilmar Elís er einn efnilegasti hafsent landsins. Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik sumarið 2018, þá fyrir Skallagrím, aðeins 15 ára gamall. Síðan þá hefur hann tekið gríðarlegum framförum en sumarið 2024 var Hilmar í stóru hlutverki og orðinn mikilvægur leikmaður í sterku liði ÍA en liðið kom mjög á óvart síðasta ár og voru þeir í harðri baráttu um Evrópusæti alveg fram í lokaumferðir.
Hann lék 15 leiki í Bestudeild karla, þar af þrjá leiki í efra umspili. Þá spilaði hann einn leik og skoraði eitt mark í Mjólkurbikarnum.
Kristín Þórhallsdóttir – kraftlyftingar
Kristín varð í þriðja sæti í hnébeygju á heimsmeistaramótinu í klassískum
kraftlyftingum og sló tvö heimsmet í sínum aldursflokki í keppninni.
Kristín byrjaði vel í hnébeygjunni þar sem hún lyfti seríunni 200-210-217,5 og hlautbronsverðlaun í greininni. Þá tvíbætti hún um leið heimsmetið í hnébeygju í aldursflokknum M1 (40 til 49 ára). Í bekkpressu lyfti hún mest 112,5 kílóum og í réttstöðulyftu fóru 215 kíló upp hjá henni.
Samanlagt lyfti Kristín því 545 kílóum sem er nýtt heimsmet í samanlögðum árangri í fyrrgreindum aldursflokki og skilaði henni fjórða sætinu í opna flokknum.
Sigursteinn Ásgeirsson – frjálsar íþróttir
Sigursteinn Ásgeirsson kúluvarpari er á skólastyrk í University of Mount Olive í Bandaríkjunum.
Áður en Sigursteinn hélt út varð hann Íslands- og bikarmeistari í kúluvarpi. Í Bandaríkjunum varð Sigursteinn deildarmeistari á nýju mótsmeti árið 2024 og er númer 1 í sinni deild.
Það verður spennandi að sjá hvert þeirra verður útnefnt Íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2024 en kjörið fer fram eins og fyrr segir sunnudaginn 19. janúar nk. kl.15:00 í Hjálmakletti.
Deildu þessari frétt