Á sambandsþingi UMSB sem haldið var 14. mars var ný stjórn kosin. Nýja stjórnin er þannig skipuð: Sambandsstjóri María Júlía Jónsdóttir, gjaldkeri Sigríður Bjarnadóttir, ritari Kristín Gunnarsdóttir, varasambandsstjóri Guðrún Þórðardóttir og meðstjórnandi Anna Dís Þórarinsdóttir. Varamenn í stjórn eru Hafdís Ósk Jónsdóttir varar varasambandsstjóri, vararitari Þórður Sigurðsson, varagjaldkeri Eyjólfur Kristinn Örnólfsson og varameðstjórnandi Þórhildur María Kristinsdóttir.
Á stjórnafundi 27. mars tók ný stjórn UMSB við. Sólrúnu Höllu voru þökkuð hennar góðu störf í gegnum árin en um leið var María Júlía Jónsdóttir boðin velkomin til starfa fyrir hreyfinguna.
Deildu þessari frétt