Bóklegar æfingar og jólasveinar í heimsókn.

Knattspyrna Knattspyrna, UMSB

Í vetur hafa eldri iðkenndur Skallagríms mætt 1x í viku á bóklegar æfingar, samhliða því að æfa knattspyrnu. Þar læra þau meðal annars flest allt sem tengist þjálfun og dómgæslu. Ásamt því höfum við fengið í heimsókn til okkar Rakel Guðjónsdóttir sjúkraþjálfara og Lúðvík Gunnarsson afreksþjálfara KSÍ. Suma þriðjudaga höfum við svo bara sest niður saman og spjallað um allt sem snýr að knattspyrnu, farið í spurningakeppnir og aðra leiki.

Krakkarnir eru búnir að æfa sig í að setja upp æfingar fyrir yngsta flokk félagsins, 7.flokk og hafa komið inná þær æfingar, sett upp og þjálfað.

Lokaverkefni vetursins hjá hópnum var svo að bjóða börnum á leikskólaaldri uppá fótboltaæfingar. Þessar æfingar hefur hópurinn séð um nánast alveg sjálfur, undir handleiðslu þjálfara Skallagríms.
Þetta verkefni hefur gengið vel og þökkum við öllum þeim sem hafa mætt á æfingar síðustu laugardaga.
Það veitir okkur mikla ánægju að taka á móti börnum á þessum aldri og þarna eru vonandi framtíðar leikmenn félagsins.

Í dag var síðasta æfing ársins fyrir leikskólabörnin og þegar akkurat vika er í jól þá virðist ánægjan og gleðin hafa borist alla leið uppí fjöll. Því í lok æfingar birtust tveir skrítnir bræður, þeir Skyrgámur og Hurðaskellir. Sungu þeir nokkur lög og skemmtu sér með börnunum, ásamt því að sýna nokkuð lipra takta með fótboltan.


Það að „unglingarnir“ okkar kjósi að koma á þessar bóklegu æfingar og aðstoða okkur með þjálfun í yngstu flokkunum, samhliða námi og sínum eigin æfingum. Segir mikið um hversu frábæra einstaklinga við eigum í félaginu.
Með þessu verkefni erum við vonandi að búa til framtíðar starfsfólk Skallagríms.

Það veitir okkur ekkert meiri ánægju en að sjá iðkenndur okkar vaxa og verða að fyrirmyndar einstaklingum.

Skallagrímur er #stoltiðmitt, en þau eru #stoltiðokkar!


Hér má svo til gamans sjá hörðustu einstaklinga sveitarfélagsins.
Börn í 5.flokk að æfa í 11 stiga frosti.

Deildu þessari frétt