Bjarki Pétursson er íþróttamaður Borgarfjarðar 2020

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Kjör á íþróttamanni ársins var með öðru sniði en undafarin ár. Ákveðið var að búa til myndband þar sem fjallað er um fyrstu fimm í kjörinu og farið yfir aðra í stafrófsröð. Mjög öflugur hópur íþróttamanna var í kjörinu og árangurinn góður þrátt fyrir erfitt ár. Ungmennasamband Borgarfjaðrar óskar öllum þeim sem voru tilnefndir innilega til hamingju. Gaman verður að fylgjast með íþróttafólki innan Borgarfjaðrar á komandi ári. Myndband frá kjörinu má sjá hér

 

Bjarki Pétursson er Íþróttamaður Borgarfjarðar 2020. Er þetta því í sjötta sinn sem Bjarki hlýtur titilinn.

Bjarki Pétursson er kylfingur úr Borgarnesi sem keppir fyrir Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar. Bjarki átti mjög gott ár þar sem hann varð Íslandsmeistari í golfi 2020. Þar setti hann mótsmet með lægsta skor á Íslandsmóti frá upphafi. Einnig varð Bjarki Íslandsmeistari í liðakeppni með Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Vega covid komst Bjarki ekki á öll þau mót sem fyrir huguð voru en hann náði að keppa á Nordic League mótaröðinni. Þar varð hann meðal 10- 30 bestu kylfinga. Bjarki hefur á síðustu árum stigið fram sem einn af allra bestu kylfingum Íslands gaman verður að fylgjast með honum á næstu árum.

 

 

Kristín Þórhallsdóttir kraftlyftingar kona varð í öðru sæti.

Kristin Þórhallsdóttir er kraftlyftingakona frá Laugalandi í Stafholtstungum og keppir fyrir ÍA á Akranesi. Kristín varð tvisvar íslandsmeistari í kraftlyfingum á árinu og einnig setti hún 15 Íslandsmet. Eftir árið standa sjö af þeim enn þá og á hún því núna öll Íslandsmetin í klassískum kraftlyftingum kvenna í -84kg flokki. Á árinu 2020 vann Kristín það magnaða afrek að verða fyrst íslenskra kvenna til að lyfta yfir 500 kg í samanlögðu, eða 510 kg.  Einnig var hún fyrst íslenskra kvenna til að lyfta 200 kg í klassískri hnébeygju. Kristín er stigahæsta konan í klassískum kraftlyftingum, frá upphafi.


Sigrún Sjöfn Ámundadóttir körfuboltakona varð í þriðja sæti

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er körfuboltakona frá Borgarnesi og keppir fyrir Skallagrím í körfubolta. Sigrún Sjöfn var lykilmaður í liði Skallagríms sem varð Bikarmeistari í körfubolta árið 2020.  Einnig varð liðið meistari meistaranna. Sigrún var valin í A – landslið Íslands til að keppa í undankeppni EuroBasket

 

Alexandrea Rán Guðnýjardóttir kraftlyftingakona varð í fjórða sæti

Alexandre Rán er kraftlyftingakona úr Borgarnesi og keppir fyrir Breiðablik. Alexandrea Rán komst á árinu í  1. sæti á íslenskum styrkleikalista kraftlyftingamanna í bekkpressu, óháð kyni, aldri og þyngd. Á íslandsmeistaramóti í kraftlyftingum varð hún í 2. sæti í sínum flokki og í 2. sæti í samanlögðum. Þá náði Alexandrea þeim árangri að setja samtals 8 Íslandsmet í bekkpressu á árinu.

Bjarni Guðmann Jónsson körfuboltamaður varði í fimmta sæti

Bjarni Guðmann er körfuboltamaður og spilar með Fort Hay State í Bandaríkjunum. Bjarni Guðmann hefur náð að vinna sig inn í byrjunarliðið þar. Þá var hann á árinu valinn í æfingahóp A -landsliðs Íslands í körfubolta.

 

 Aðrir sem voru í kjörinu í stafrósröð

 

Brynjar Snær Pálsson, Borgarnesi, sem spilar fótbolta fyrir ÍA á Akranesi

 

Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir, Bjarteyjarsandi í Hvalfirði, sem keppir í sundi fyrir ÍA á Akranesi

Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir, Vatnshömrum í Andakíl sem keppir í frjálsum fyrir ÍR í Reykjavík.

 

Helgi Guðjónsson, Reykholti, sem spilar fótbolta fyrir Víking Reykjavík.

 

Kolbrún Katla Halldórsdóttiry, Borgarnesi sem  keppir í hestaíþróttum fyrir hestamennafélagið Borgfirðing.

 

Marinó Þór Pálmason, Borgarnesi sem leikur  körfubolta hjá Skallagrími.

Sigursteinn Ásgeirsson,  Þorgautsstöðum, sem keppir í frjálsum íþróttum með ÍR í Reykjavík.

viðurkenning úr minningarsjóði um Auðunn Hlíðkvist

Samhliða kjöri íþróttamanns Borgarfjarðar var veitt viðurkenning úr minningarsjóði um Auðunn Hlíðkvist. Auðunn var fæddur 1981 en lést 1995 þá var hann aðeins rúmlega 14 ára gamall. Auðunn stundaði flestar íþróttir sem voru í boði í Borgarnesi á þeim tíma en aðalgreinar hans voru knattspyrna, karfa og frjálsar. Hann var hæfileikaríkur íþróttamaður, góður námsmaður, hógvær og rólegur en bjó yfir miklum forystuhæfileikum. Allt kostir sem þarf til að prýða góðan íþróttamann. Í kjölfar andláts Auðuns var stofnaður minningarsjóður. Á hverju ári er íþróttamanni veitt viðurkenning úr sjóðnum. Í ár er það Valborg Bragadóttir sem fær viðurkenningu úr sjóðnum. Valborg er efnilegur íþróttamaður sem æfir körfubolta og fótbolta með Skallagrími.

 

Myndir frá því þegar viðtöl voru tekin við fyrstu þrjá í kjörinu

 

 

 

 

Deildu þessari frétt