Starfsstöðvar: Borgarnes og Hvanneyri – Ferðir frá Baulu og Kleppjárnsreykjum

Kæru foreldrar/forráðamenn barna í 1.-4. bekk í Borgarbyggð.

Skráning er hafin í Sumarfjör, sumarnámskeið fyrir 1.- 4.bekk. Hver vika í Sumarfjörinu er þematengd, en aðaláhersla lögð á útivist og leiki. Nánari upplýsingar um dagskrá finnið þið inn á heimasíðu Borgarbyggðar og UMSB.

Hægt er að skrá barn hálfan dag frá kl. 09:00-12:00 eða frá kl. 13:00-16:00 á kr. 4.000 krónur fyrir vikuna.  Einnig er hægt að skrá barn heilan dag, frá kl. 09:00-16:00 á kr. 8.000 krónur fyrir vikuna. Systkinaafsláttur er á milli barna sem skráð eru í sömu viku í Sumarfjörið. Börnin mæta með nesti en á föstudögum munum við bjóða börnunum grillaðar pylsur. Þau börn sem eru allan daginn þurfa nesti fyrir þrjár máltíðir en þau sem eru hálfan daginn eina máltíð.

 

Sumarfjör 2021 upplýsingar

Vikuplan sumarfjör

Fyrir og eftir hádegi

 

Skráning fer fram hér