Starfsstöðvar: Borgarnes og Hvanneyri – Ferðir frá Baulu og Kleppjárnsreykjum

Kæru foreldrar/forráðamenn barna í 1.-4. bekk í Borgarbyggð.

Skráning er hafin í Sumarfjör, sumarnámskeið fyrir 1.- 4.bekk. Hver vika í Sumarfjörinu er þematengd, en aðaláhersla lögð á útivist og leiki. Nánari upplýsingar um dagskrá finnið þið inn á heimasíðu Borgarbyggðar og UMSB.

Hægt er að skrá barn hálfan dag frá kl. 09:00-12:00 eða frá kl. 13:00-16:00 á kr. 4.000 krónur fyrir vikuna.  Einnig er hægt að skrá barn heilan dag, frá kl. 09:00-16:00 á kr. 8.000 krónur fyrir vikuna. Systkinaafsláttur er á milli barna sem skráð eru í Sumarfjörið. Börnin mæta með nesti en á föstudögum munum við bjóða börnunum grillaðar pylsur. Þau börn sem eru allan daginn þurfa nesti fyrir þrjár máltíðir en þau sem eru hálfan daginn eina máltíð.

Skráning fer fram hér