Mátunardagur 18.júní kl. 20 í Borgarnesi

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Á Fimmtudagskvöldið 18.júní þá ætlar Jóhann í Jako að koma í Borgarnes og vera með „mátunardag“ þar sem fólki gefst kostur á að koma og máta og panta sér búninga.

Þar verða UMSB gallarnir til mátunar, sem eru sameiginlegir utanyfirgallar allra okkar aðildarfélaga, keppnisbúningar Frjálsíþróttafélags Borgarfjarðar og keppnisbúningar Knattspyrnudeildar Skallagríms.
Hægt verður að mæta í íþróttahúsið í Borgarnesi frá kl. 20-22 til að máta og panta. Athugið að einnig verður í boði að panta merkingar með nafni á peysur og treyjur.

Endilega látið þetta berast til allra sem mögulega vilja eitthvað af þessum búningum

Deildu þessari frétt