100.sambandsþing UMSB var haldið 31.mars síðastliðin

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Gott sambandsþing UMSB var haldið  í Hjálmakletti og sátu þar aðillar frá aðildafélögum UMSB. Dagskrá var hefðbundin og í samræmi við lög sambandsins.

Þingforsetar voru þeir Kristján Gíslason og Flemming Jessen, ritarar á þingingu voru Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir og Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir og þökkum við þeim kærlega fyrir þeirra vinnu.

Þetta var mjög skemmtilegt þing og áhugaverðar umræður sem sköpuðust.

Við veittum styrki úr afreksmannasjóði UMSB, í stjórn sjóðsins sitja Rósa Marinósdóttir, Páll Brynjarsson og Íris Grönfeldt. Það voru fimm umsóknir frá öflugum íþróttamönnum sem bárust og fengu allir aðillar styrki.

Þeir sem hlutu styrki þetta árið eru:

Kristín Þórhallsdóttir – 250.000 krónur

Bjarni Guðmann Jónsson – 150.000 krónur

Alexandrea Rán Guðnýjardóttir – 150.000 krónur

Erla Ágústsdóttir – 100.000 krónur

Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir – 100.000 krónur

Frá vinstri: Rósa Marinósdóttir, Sigríður Bjarnadóttir f.h Bjarna G. Jónssonar, Kristín Þórhallsdóttir, Daniel Victor f.h Alexandreu Rán, Signý Óskarsdóttir f.h Erlu Ágústsdóttur, Guðmundur f.h Guðbjargar B. Guðmundsdóttur og Páll Brynjarsson. 

Við fengum góða gesti á þingið til okkar, Þórdís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar ávarpaði þingið sagði okkur frá stöðu mála með uppbyggingu íþróttamannvirkja í Borgarnesi og þakkaði hún sjálfboðaliðum íþróttahreyfingarinnar fyrir sín störf.

Þórdís Sigurðardóttir 

Hallbera Eiríksdóttir frá UMFí og Garðar Svansson frá ÍSÍ komu og ávörpuðu þingið og veittu góðum sjálfboðaliðum gull og starfsmerki.

Hallbera frá UMFÍ heiðraði Martein Valdimarsson með starfsmerki UMFÍ, hann hefur verið félagi í hestamannafélagi í yfir 50 ár í Glað, Skugga og Borgfirðingi og sinnt ýmsum verkefnum inna þeirra raða.

Hallbera Eiríksdóttir og Marteinn Valdimarsson

Garðar frá ÍSÍ heiðraði Sigríði Bjarnadóttur með gullmerki ÍSÍ fyrir hennar störf í þágu íþróttahreyfingarinnar. Sigga er fyrrverandi formaður Badmintonsambands Íslands, sat lengi sem formaður badmintondeildar Skallagríms og var gjaldkeri UMSB frá 2018-2022 og í dag er hún formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms. Sigga er vel að þessu komin og óskum við þeim báðum til hamingju með þessa viðurkenningu.

Garðar Svansson og Sigríður Bjarnadóttir

Það var nýtt félag sem óskaði eftir inngöngu í UMSB, Hjólreiðafélag Vesturlands og var það samþykkt inn með fyrirvara um að lög félagsins séu gild en þau er þessa dagana í yfirlestri hjá ÍSÍ. Hún Guðríður Hlíf formaður félagsins kom og kynnti okkur fyrir starfsemi þess og erum við hjá UMSB mjög spennt fyrir nýju félagi sem á eftir að gera góða hluti fyrir hjólreiðafólk á öllu vesturlandi. Til hamingju!

Guðríður Hlíf formaður Hjólreiðafélags Vesturlands. 

Þinggerð frá þinginu birtist á næstu dögum á heimasíðu UMSB en 100.sambandsþing UMSB einkenndist af uppfærslu á siðareglum UMSB, þing samþykkti að beina málum til samskiptaráðgjafa ef upp koma mál er varða andleg, líkamlegt og kynferðisleg ofbeldi. Einnig var það samþykkt að aðildafélögum er skylt að skila inn undirrituðum eyðublöðum um heimild til sakavottorðsheimilda frá þjálfurum, stjórnarmeðlimum og sjálfboðaliðum sem fara í gistiferðir með börnum og ungmennum til þess að eiga rétt á starfsstyrk frá Borgarbyggð og UMSB.

Fleiri tillögur voru ræddar í ýmsum nefndum á þinginu og fá það ítarlegri umfjöllun á næstu dögum.

Á þinginu var kosið í stjórn UMSB, Sölvi Gylfason kemur nýr inn sem gjaldkeri UMSB. Sonja Lind E. Eyglóardóttir situr áfram sem sambandsstjóri UMSB, Guðrún Þórðardóttir er varasambandsstjóri, Rakel Guðjónsdóttir er meðstjórnandi, Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir er ritari, Borgar Páll Bragason er vara varasambandsstjóri, Ástríður Guðmundsdóttir er vara ritari og Eyjólfur Kristinn Örnólfsson er varagjaldkeri.

UMSB þakkar Sigríði Bjarnadóttur fyrir góð störf!

Sölvi Gylfason, Guðrún Þórðardóttir, Sonja Lind E. Eyglóardóttir, Rakel Guðjónsdóttir og Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir. 

Hér sjáið þið fleiri svipmyndir af þinginu:

 

Jón G Guðbjörnsson f.v Sambandsstjóri UMSB  ásamt Flemming og Kristjáni Þingforsetum þingsins. 

Soffía Björg gladdi okkur með dásamlegri tónlist                                                              

 Sonja Lind sambandsstjóri flytur skýrslu stjórnar.                           

 

 

 

Sonja Lind, Sambandstjóri UMSB og Sigríður Dóra framkvæmdastjóri UMSB. 

 

Guðrún Þórðardóttir, varasambandsstjóri UMSB. 

 

 

 

Deildu þessari frétt