Æfingar knattspyrnudeildar Skallagríms ágúst – september 2023

Ungmennasamband Borgarfjarðar Knattspyrna, UMSB

Núna hefur sumartaflan okkar runnið sitt skeið og tók ný tafla gildi miðvikudaginn 23.ágúst sem mun gilda allavega út september. Hér fyrir neðan má sjá töfluna sem nú er í gildi.
Athugið að með skólanum á sér stað flokkaskipting og þeir einstaklingar sem voru á eldra ári í sumar færast upp um flokk.
5. flokkarnir eiga eftir að klára leiki á Íslandsmóti og yngri flokkarnir eiga eftir Weetosmótið, krakkarnir klára þessa viðburði með þeim flokki sem þau æfðu með í sumar, en byrja að æfa með sínum rétta flokki á miðvikudaginn.
Það er öllum frjálst að koma og prófa að æfa fótbolta! Okkur hlakkar til að taka á móti krökkum á yngra ár í 7.flokki, en vonumst sömuleiðis alltaf eftir að einstaklingar á öllum aldri vilji koma og prófa.
Mánudaginn og þriðjudaginn í næstu viku verða foreldrafundir, þar sem farið verður yfir ákveðna hluti fyrir hvern flokk.
Allar upplýsingar um æfingar, foreldrafundi, mót/leiki eru á Sportabler.
Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við Jón Theodór, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar í gegnum tölvupóstfangið knattspyrna@skallagrimur.is.
Hér má nálgast töfluna á prentvænu formi:

Deildu þessari frétt