Æfingatafla Ungmennafélags Reykdæla sumar 2019 júní

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

                                                             

 

Frjálsar 6-16 ára  4.-28. Júní 2019

Tími

Mánudagur

Þriðjudagur

Miðvikudagur

Fimmtudagur

17.00-17.50

 

Frjálsar íþróttir / íþróttaskóli 6-11 ára

 

Frjálsar íþróttir / íþróttaskóli 6-11 ára

18:00 – 19:00

 

Frjálsar íþróttir / íþróttaskóli 12 ára og eldri

 

Frjálsar íþróttir / íþróttaskóli 12 ára og eldri

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Steinunn Arna Atladóttir verður með frjálsíþróttaæfingarnar í sumar. Hún er 25 ára og hefur æft frjálsar síðan hún var 6 ára með FH. Árið 2015 hóf hún nám í Bandaríkjunum og stundaði einnig frjálsar þar í 4 ár og útskrifaðist núna í vor með Bs í interdisciplinary studies. Var þjálfari á frjálsíþróttanámskeiðum hjá FH árin 2008-2013 og þjálfaði krakka á aldrinum 7-8 árið 2014-15.

Sundnámskeið 6-16 ára 24.-27. Júní 2019

Tími

Mánudagur

Þriðjudagur

Miðvikudagur

Fimmtudagur

16:00 – 17:30

Sundæfing

Sundæfing

Sundæfing

Sundæfing

 

 

 

 

 

 

Bjarnfríður Magnúsdóttir frá Ásgarði verður með sundnámskeið vikuna 24.-27. Júní eða fjóra daga. Hún er með B.Ed í íþróttakennarafræðum og lauk nú nýverið mastersnámi sínu í íþróttafræði með áherslu á sund.

Sundnámskeið börn fædd 2013-2015 10.-14. Júní 2019

 

Tími

Mánudagur

Þriðjudagur

Miðvikudagur

Fimmtudagur

Föstudagur

16:15

17.15

Sundnámskeið

Sundnámskeið

Sundnámskeið

Sundnámskeið

Sundnámskeið

 

 

 

 

 

 

Ingibjörg Inga Guðmundsdsóttir verður nú líkt og síðustu ár með sundnámskeið fyrir börn sem eru frædd árin 2013 til 2015. Inga hefur þjálfað og kennt frá árinu 1985 og haldið fjölda námskeiða. Hún er íþróttakennari mennt með framhaldspróf í íþróttafræðum og jákvæðri sjálfræði.

Skilyrði er að foreldri verði með barni sínu ofan í lauginni á námskeiðinu.

 

Allar æfingar fara fram á Kleppjárnsreykjum.

 

Skráning fer venju samkvæmt fram í gegnum síðuna  https://umsb.felog.is/

Skráning í gegnum Nóra kerfið

Til að skrá börnin þarf að fara inn á þessa síðu https://umsb.felog.is/ hakið í “samþykja skilmála og smellið á íslykilsmerkið en með því fáið þið aðgang að frístundarstyrknum. Eða farið beint á þessa síðu https://innskraning.island.is/?id=umsb.felog.is. Setjið kennitölu forráðamanns inn og íslykilinn er lykilorðið. Ef þið eigið ekki íslykil er hægt að fá hann sendann í heimabankann.

Eftir að þar er komið inn þurfið þið að fylla út helstu upplýsingar um ykkur. Síðan þurfið þið að skrá barnið / börnin ykkar inn í kerfið undir flipanum “nýr iðkandi” Eftir að barnið er orðið iðkandi smellið þið á flipann “mínir iðkendur” og sjáið þar bláletrað “Námskeið / flokkar í boði”. Smellið á það og þá koma allar greinar sem í boði eru fyrir ykkar barn. Til að skrá í námskeið veljið þið það námskeið með því að smella á “Skráning á námskeið” og klárið greiðsluna fyrir það námskeið með því að haka í “staðfestagreiðslu”. Ef þið farið aftur í “Námskeið / flokkar í boði” þá ættu námskeiðin sem þú hefur skráð barnið þitt í að vera þar efst og aftast að standa “Skráð(ur) í námskeið”

Skráningunni lýkur með því að greitt er fyrir tímabilið, ýmist með greiðslukorti eða greiðsluseðli. Hægt er að dreifa greiðslum þannig að þær skiptist jafnt í allt að þrjá mánuði. Ef valið er að greiða með greiðsluseðli leggjast færslu gjöld við upphæðina fyrir hverja færslu, athugið að greiðsluseðlarnir berast ykkur eingöngu í gegnum heimabanka og á tölvupóstfangið ykkar.

 

Við mælum sérstaklega með greiðslu með kreditkorti þar sem það er ódýrara og einfaldara.

Ef þið lendið í einhverjum vandræðum þá skulið þið ekki hika við að hafa samband við Halldóru Lóu  863-2506

Deildu þessari frétt