Áhugaverðir og skemmtilegir fyrirestrar í Hreyfiviku

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Mjög áhugaverðir og skemmtilegir fyrirlestrar voru í gær í Hreyfiviku. Björn Rúnar Lúðvíksson ofurhlaupari fræddi okkur um mikilvægi þolþjálfunar og sagði okkur frá þeim hlaupum sem hann hefur tekið þátt í. Aldís Arna Tryggvadóttir, markþjálfi, fjallaði um hvernig það að tengjast barninu innra með sér og taka sér börn til fyrirmyndar hafi jákvæð áhrif á heilsu, heilbrigði, hamingju og samskipti við annað fólk. Sjúkraþjálfararnir Rakel Guðjónsdóttir og Guðríður Hlíf Sigfúsdóttir fræddu gesti um líkamsvitund og fóru skilmerkilega yfir það hvernig eigi að beita líkamanum rétt í daglegu lífi. Hreyfivikan heldur áfram í dag þar sem hreyfing, heilbrigði og hamingja er í brennidepli. Vinaæfing verður í frjálsum og fjölskyldujóga verður í Skallagrímsgarði klukkan 18:00. Allir eru velkomnir og allt er frítt!

 

 

 

 

 

 

 

 

Deildu þessari frétt